Vorið - 01.12.1969, Page 10

Vorið - 01.12.1969, Page 10
SYSTKININ í SÓLEY EFTIR HANNES J. MAGNÚSSON Niðurlag. SUMAR Á NÝ. Það fór eins og ætíð áður, að sumar- blíðan sigraði harðindin. Hafísinn hélt til sinna norðlægu heimkynna. Nú urðu sundin aftur blá og eyjarnar fagurgræn- ar. Endur og æður byggðu sér hreiður og öll náttúran titraði af móðurgleði. Systkinin í Sóley hlökkuðu til að vakna á hverjum morgni. Loftið ómaði af fuglasöng og titraði af vængjablaki. Lognaldan vaggaði sér við ströndina og lék sér að skeljum og kufungum. Það var dásamlegt að vera til. Það stóð eitthvað mikið til í Sóley þennan dag. Allir voru prúðbúnir, og litli vélbáturinn þeirra, Svalan, vaggaði hátignarlega á víkinni. Loks komu þau hjónin, Halla og Gestur, í sunnudaga- fötunum sínum niður að litlu bryggj- unni ásamt börnum sínum. Það hefði raunar átt að nefna þau fyrst, því að þau komu hlaupandi á undan, og allir stigu út í Svöluna, sem var nýmáluð. Ferðinni var heitið upp á meginland- ið. Það átti að prófa börnin í dag. Einar átti meira að segja að taka fullnaðar- próf, en hin yngri árspróf. Það höfðu þau gert á hverju vori, þegar þau höfðu aldur til. Það var ekki laust við að nokkur prófkvíði væri í Höllu. Raunar átti hún ekki að taka próf sjálf. En nú átli það að koma í ljós hversu góð kennslukona hún væri. Hún hafði kennt Einari að öllu leyti undir fullnaðarpróf, og nú vat' eftir að vita, hvernig hann stæði sig miðað við aðra jafnaldra sína í sveit- inni. Einar kveið sjálfur engu. Það var dálítill spölur upp að kirkju- staðnum, en þar átti að prófa og prest- urinn átti að vera prófdómarinn. Þegaf þangað kom, var þar fyrir alhnargt fólk, aðallega börn og foreldrar þeirra- Það átti að prófa tólf börn og þar af áttu fjögur að taka fullnaðarpróf. Tvetr drengir og tvær stúlkur. Þetta var strangur dagur, því að það átti að prófa í öllum námsgreinunuxn þennan dag, en þetta var um miðjan mai- Eldri börnin voru miklu hæglátari og virðulegri í fasi, enda próf þeirra hátíð- legra. Það var því ekki viðeigandi að vera með áflog og læli á slíkum degu Yngri drengirnir, þar á meðal Svanur, leyfðu sér aftur léttúðugri framkomu- Vegna þess að próf eru ekkeit skemmtilegt umræðuefni, verður slepp1 að mestu að segja frá þeim hér. Það gekk allt vel og eftir því sem á daginn leið fækkaði þeim námsgreinum', sem eft- 152 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.