Vorið - 01.12.1969, Síða 12
dagar. Þeir voru þó ótrúlega margir í
Sóley. Það voru ekki aðeins hinar
kirkjulegu hátíðir. Það voru blátt áfram
hátíðir, sem lífið lagði þeim til.
Þegar komið var heim, voru ferming-
argjafirnar teknar upp. Þær voru hvorki
margar né verðmætar, en þær báru með
sér einfaldleika hins hversdagslega lífs.
Ingunn amma hafði sent eina gjöf.
Henni fylgdi gleði og birta. Já hér átti
heima hið einfalda, hversdagslega líf
með sólblik á sjónum, víðum og fögr-
um og tíbrá inn til landsins. Svona ha-
tíðisdaga getur náttúran ein haldið. Og
dagarnir liðu og urðu að árum. Systkin-
in í Sóley uxu einn góðan veðurdag, eða
öllu heldur smátt og smátt upp úr
bernsku sinni og bernskudraumum. En
þau hlökkuðu samt alltaf til morgun-
dagsins. Það eru einkenni hinna sönnu
náttúrubarna. Lífið sjálft á að vera eilíft
tilhlökkunar efni með öllum sínum æv-
intýrum — og raunveruleik.
Sögulok.
■ -■ ý:
■■ ?
NORRÆNA FÉLAGIÐ 50 ÁRA
Á þessu óri var3 Norræna félagið 50 óra og voru af því tilefni hótiðahöld víða ó Norður-
löndum og meðal annars í Gautaborg. Þessi mynd er fró hótíðahöldum Norræna félagsins
þar og eru ó myndinni fulltrúar fró öllum Norðurlöndunum, og meðal onnars fró íslandi. Litlo
stúlkan fremst ó myndinni ó íslcnzka búningnum, er fró Rvik og heitir Sólveig Þorsteinsdóttir.
154 VORIÐ