Vorið - 01.12.1969, Page 13

Vorið - 01.12.1969, Page 13
 SKILDINGARNIR í STÓRA HÚSINU Ég stend á grænu flötinni í trjágarð- inum okkar. Það er fagur sunnudags- niorgun, sólskin og blíða. Þú spyrð hver ég sé. Það skal ég segja þér. Eg lieiti Atli og varð sex ára í gær. Eg er að bíða eftir Grétu vinkonu minni, en hún býr í næsta húsi. Við erum jafn gömul og leikum okkur oft saman. Eg mæni yfir að húsinu hennar. Svo kemur hún allt í einu létt eins og hind og hleypur eftir stéttinni, opnar hliðið, hleypur spöl eftir götunni og inn um hliðið til mín. — Góðan daginn, segir hún glaðlega. — Góðan daginn, Gréta, svara ég, dálítið dapur'lega, því að ég er búinn að bíða lengi eftir henni. — Eigum við þá ekki að skoða hreiðrið? spyr hún. — Jú, það skulum við gera, svara ég. — En það eru engir ungar komnir. Við gengum að grenitrénu og skoð- uðum hreiðrið. Litla heimili fuglanna eins og mamma segir. Þrastamamma flaug úr hreiðrinu ofurlítið leið yfir þessari truflun. I hreiðrinu voru fimm lítil egg, græn að lit. Við horfðum' á þau stundarkorn, en sögðum ekkert og læddumst svo ■ hljóðlega iburtu. — Hvenær héldurðu að unearnir komi? spurði Gréta. -— Pabbi segist' halda, að ungarnir komi í þessari viku. — Það verður gaman. — Já, ef kötturinn étur þá ekki. — Er köttur hjá ykkur? — Nei, en það er köttur í næsta húsi. Hann er stór og grár og voðalega grimm- ur. Pabbi ibað fólkið að loka liann inni meðan ungarnir væru litlir. — Ætlar það að gera það? —• Já, það lofaði því. En pabbi ótt- ast, að hann geti sloppið út. Kettir eru svo kænir og gráðugir í litla unga. Við Gréta erum áhyggjufull út af þessu. Nú keniur pabbi út úr húsinu. Hann var búinn að lofa mér, að ég mætti fá að fara með honum í gönguferð. Við hlupum til hans. — Fæ ég að fara með þér, pabbi? — Auðvitað. Ég var búinn að lofa því. — Bless Atli, þá fer ég heim, sagði Gréta og var þotin af stað. Hún hafði sagt mér áður, að hún ætti von á vin- konu sinni. — Sæl, Gréta. Komdu á morgun. Ég tók í stóru höndina á pabba mín- um. Þegar ég hélt í höndina á honum var ég aldrei hræddur. — Hvert eigum við að fara, pabbi? — Við röltum bara svolítið um bæ- inn. Við förum ekki niður að sjó í þetta skipti. Nokkru síðar heyrði ég hátt klukkna- ldjóð. Mér þótti það fallegt. — Á að fara að messa í kirkjunni? — Já, messan er að byrja. VORIÐ 155

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.