Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 18
hann á grynnri mið. Það tókst. Hann
synti ofurlítið upp lækinn og faldi sig
þar undir bakkanum.
Eg þóttist alveg vita hvar hann væri,
þótt ég sæi hann ekki, og fór nú að reyna
að miða á hann með hendinni. Ég fór
með hægri höndina hægt niður í vatnið,
svo að hann yrði ekki var við neinar
hræringar í vatninu. Þegar ég var kom-
inn þangað með hendina, sem ég þóttist
vita að fiskurinn lægi, kreppti ég fing-
urna snöggt, auðvitað af einskærri til-
vijun, en viti menn. Ég náði taki á sil-
ungnum rétt framan við eyruggana, og
vegna þess, að þetta var enginn stórgrip-
ur, veittist mér auðvelt að halda honum
föstum og kippa honum á land, og þarna
lá nú annar silungurinn í dag, lítil speg-
ilfögur bleikja, ofurlítið dökk á kviðn-
um eins og títt er um silunga, sem alast
upp á þessum slóðum og nefndar eru
lækjalontur.
Ég var nú heldur hróðugur. En þégar
runninn var af mér mesti vígahugurinn,
varð mér litið upp í fjallshlíðina og sá
nú hvergi kýrnar, sem ég hafði dáðst að
fyrir gáfur hingað til í dag. Þær voru
sem sé horfnar eitthvað, líklega út á
Sund. Þá var eins líklegt að þær bittu
kýrnar frá Flugumýri, og það var
ómögulegt að sjá fyrir afleiðingar af
því. Ég batt því silungana saman með
snærisspotta, sem ég hafði í vasanum.
Sveitastrákar ganga sem sé alltaf með
snæri í vasanum, og hljóp, sem fætur
toguðu heim. Ég snaraði silungunum
drýgindalega inn til mömmu og bað
hana að sjóða þelta í kvöldmatinn. Það
var ekki á hverjum degi, sem ég lagði
lil mat í búið! Ég sagði henni að bann-
settar kýrnar væru horfnar og ég þyrfti
að fara að elta þær.
Ég fann þær brátt og kom þeim á sinn
stað. Vegna þess að farið var að líða á
daginn, kom ég með þær heim og skildi
þær eftir á mýrinni sunnan við túnið.
Þar ætlaði ég að hafa þær það, sem eftir
var dagsins.
— Nú er að geta þess, að ég stundaði
um þessar mundir útgerð á fleiri svið-
um. Þar sem lækurinn góði rann gegn-
um mýrarnar kom hann að dálitlum
stalli niður við Hólmana og myndaði
þar lítinn foss. Undir fossinum var, og
er, djúpur hylur. Ég hafði orðið var við
það, að í þessum hyli voru oft silungar,
sömu tegundar og í læknum góða.
Ég hafði einn morgun, þegar ég var
að reka kvíaærnar niður á Hólmana,
komið fyrir litlu færi í þessum hyli. Ég
hafði bundið alllöngum seglgarnsspolta
við öngul, sem ég átti. Síðan rak ég ll'°'
hæLjttiður í bakkanu, batt seglgarnim1
við hælinn og renndi færinu niður 1
hylinn.
Nú ætlaði ég að veiða silung með
miklu meiri menningarbrag, en taka
hann með berum höndunum. Það var
hálfgerð villimannaaðferð.
Ég beið svo við hylinn nokkra stund
og bjóst við að silungarnir myndu bita
á samstundis, en það dróst. Ég mátti
ekki vera að því að bíða lengi. Ég ®tl-
aði bara að vitja um færið næsta rnorg-
un, þegar ég ræki ærnar í hagann, síðan
á hverjum degi eftir það.
Það gat orðið dálagleg veiði í allt
sumar, ef ég fengi einn silung á bverjum
morgni.
Ég gleymdi áðan að geta þess, að <’g
160 VORIÐ