Vorið - 01.12.1969, Side 21
NONNI: Nei, þetta var hann Guðmund-
ur kennari í jólasveinsfötum.
JONNI: Þú platar mig nú ekki. Hann
Guðmundur var sjálfur með okkur á
litlu-jólunum.
NON'NI: Já, en manstu ekki eftir því, að
kann Guðmundur fór út áður en skóla-
stjórinn byrjaði að lesa jólasöguna
fyrir okkur?
JONNI: Jú, hann sagðist halda, að hann
liefði séð jólasvein út urn gluggann
og ætlaði að fara að opna fyrir hon-
um.
NONNI: Nei, kjáninn þinn. Hann fór
inn á kennarastofu og fór í jólasveins-
föt. Svo kom hann aftur og lék jóla-
svein fyrir okkur.
JONNI: Þessu trúi ég nú ekki.
NONNI: Þetla er nú samt alveg satt.
JONNI: Nei, þú ert áreiðanlega að
skrökva.
NONNI: Þér er alveg óhætt að trúa
þessu. Ég skal segja þér, að ég sá hann
Guðmund, þegar hann kom á litlu-jól-
in. Hann var með stóra tösku í hend-
inni og flýtti sér með hana inn á kenn-
arastofu. I henni voru jólasveinsföt-
in.
JONNI: Sáslu niður í töskuna?
NONNI: Ne-ei.
JONNI: Hvernig veizlu það þá?
NONNI: Ég bara veit það. . . . Svo
þekkti ég hann líka á röddinni.
JONNI: Hvern þekklurðu? Hann Kerla-
sníki?
NONNI: Nei, hann Guðmund.
JONNI: En skeggið, óx það á hann inni
á kennarastofu?
NONNI: Hann hefur auðvitað límt það
á sig.
JONNI: Heldurðu að ég trúi þessu?
NONNI: Trúirðu virkilega að jólasvein-
ar séu raunverulega til?
JONNI: Já, auðvitað. Þegar hann afi
minn var lítill sá hann einu sinni jóla-
svein í hlöðunni og hún amma mín
hefur oft séð jólasvein í fjósinu.
NONNI: Þau hafa bara sagt þetta að
gamni sínu.
JONNI: Heldurðu að þau amma og afi
séu að skrökva?
KONNi: (Kemur inn í rauðum fötum,
með mikið hvítt skegg og skrautlega
prjónahúfu á höfði. Hann ber stóran
poka á bakinu og leggur hann frá
sér.)
Heilir og sælir, heilir og sælir.
Hér er jólasveinn kominn inn.
Ofan af fjöllum, ofan af fjöllum
arkað hef ég með pokann minn.
NONNI og JONNI (Spretta á fætur.):
Jólasveinn.
KONNI: Já. Hvers vegna urðuð þið
svona hissa? Varð ykkur bylt við?
NONNI: Við áttum bara enga von á þér.
KONNI: Áttuð þið ekki von á mér?
Það þykir mér heldur skrýtið. Vitið
þið ekki að jólin koma eftir nokkra
daga og að við jólasveinarnir komum
nú liver á fætur öðrum til byggða?
Áttuð ekki von á mér. Hvers konar
blessaðir heimskingjar eruð þið eig-
inlega?
JONNI: Ég átti nú reyndar von á þér.
Þess vegna varð ég ekkert hissa þegar
ég sá þig. En hann Nonni varð hissa.
Hann trúir nefnilega ekki að jóla-
sveinar séu til.
KONNI: Trúir hann ekki að við jóla-
sveinarnir séunt til? Þetta er gáfulegt
VORIÐ 163