Vorið - 01.12.1969, Side 22

Vorið - 01.12.1969, Side 22
að heyra eða hitl þó heldur. Ég hef nú bara aldrei heyrt annað eins á minni lífsfæddri æfi og er ég þó orð- inn 150 ára gamall. JONNI: Jæja, hvað segirðu nú, Nonni? Ég hafði rétt fyrir mér eins og ég vissi alltaf. Auðvitað eru jólasveinar til. Þarna sérðu meira að segja einn þeirra ljóslifandi. KONNI: Já, hérna sérðu mig sjálfan al- veg spillifandi. JONNI: Trúirðu nú? NONNI: Ja, ég veit ekki. Þetta er óneit- anlega dálítið skrýtið. KONNI: Jæja, finnst þér þetta skrýtið. Mér finnst það hinsvegar meira en lítið skrýtið, að til skuli vera drengir nú á dögum, sem ekki vita að við jólasveinarnir erum til. JONNI: Jæja, Nonni minn, sagði ég þér ekki. NONNI: Heyrðu jólasveinn. Hvaðan kemurðu? KONNI: Ég kem oían af fjöllum. Hélztu að ég kæmi hérna neðan úr kjallaranum? NONNI: IJvenær komstu? KONNI: í dag. NONNI: Hvaða leið komstu? KONNI: Ég kom bara hérna beint niður fjallið. JONNI: Sá enginn lil þín. KONNI: Jú, margir. NONNI: Nefndu einhvern, sem sá þig. KONNI: Til dæmis hann pabhi þinn. NONNI (Glaðhlakkalega): Hvar hitt- urðu hann? KONNI: Ég mætti honum hérna úti á götunni núna rétl áðan. NONNI: Jæja, það var gaman. En hvernig fórstu að því að þekkj a hann • KONNI: Heldur þú að ég þekki ekki liann pabba þinn. Þetta er nú ekki 1 fyrsta sinn, sem ég kem hingað skal ég segja þér. Ég hef séð hann pabba þinn á hverjum jólum síðan hann var smábarn. NONNI: Sagði pabbi nokkuð við þig? KONNI: Hann sagði ekki neitt sérstakt. Ja, hann sagði bara allt gott. NONNI: Sagði bann nokkuð fleira? KONNI: Nei. . . . Hann sagði bara alh ágætt. NONNI: Þekkirðu nokkuð strák, sem er kallaður Konni? KONNI: Já, já. Ég þekki hann. NONNI: Veiztu nokkuð hvar hann er núna? KONNI: Nei, það hef ég ekki hugmynd um. NONNI: Það var slæml. Ég þarf endi- lega að finna hann. Hann skemmdi nefnilega bjölluna á hjólinu mínu J morgun. KONNI: Nei, það er ekki satt. Ég gerði það ekki. Það var Villi i Áshúð, sem gerði það. NONNI: Hvers vegna segirðu: gerði það ekki?“ KONNI (Vandræðalega): Ég.... Mér varð bara mismæli. Ko-Konni gerð' það ekki. Það var Villi. NONNI: Heyrðu jólasveinn. Má ég sjá á þér skeggið? (Reynir að ná í skegg- ið.) KONNI (Hörfar undan): Nei, nei. Láttu skeggið mitt vera. Ég er svo ótlalega skeggsár. 164 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.