Vorið - 01.12.1969, Page 27
Ef það væri nú svona hérna á íslandi
væri ekki amalegt að hjóla. Eftir svo sem
tvcggja klukkutíma akstur vorum við
komin til Knudshovet, en þaðan sigldi
ferjan. Sveinn stanzaði og keypti miða
með ferjunni. Síðan ók Sveinn niður að
ferjunni og stanzaði. Svo fórum við út
úr bílnum og spókuðum okkur í sólskin-
inu. Þarna var samankomið fullt af bæði
fólki og bílum, sem ætluðu með ferj-
Unni. Milli bílanna óku rafmagnssölu-
vagnar og fólk bauð bílstjórunum að þvo
rúðurnar hjá þeim. Loks fór bílalestin
sem við vorum í að mjakast af stað, svo
við flýttum okkur inn í bílinn og ókum
inn í lestina á ferjunni. Síðan læstum við
kilnum, og fórum upp á þilfar og svo
upp á sóldekk.
Veðrið var gott logn og sólskin svo ég
skellti mér úr peysunni sem ég var í. Svo
var flautað þrisvar sinnum til brottfar-
ar og ferjan, sem var mjög stór, fór að
nijakast af stað. Þarna uppi á sóldekk-
inu var margt fólk. Af því að heitt var
1 veðri, varð ég fljótt þyrstur og fékk
rnér gosdrykk. Þegar ég fór að drekka
hann fannst mér hann svo vondur, að ég
gat ekki drukkið hann. Ég tek það fram
<ð ég hef ekki drukkið hann áður. Svo
að ég henti honum í klósettið á hótelinu
1 Odense. Eftir svo sem 50 mínútna sigl-
lngu lagðist ferjan að bryggju í Odense
Við vorum komin niður í bílalestina og
lnn í bílinn nokkru áður en lagzt var að
andi. Er búið var að opna hlerana é
hnjunni, fóru bílarnir að mjakasl af
stað og að lítilli stundu liðinni ókum við
tl fjónskri grund. Við ókum beinustu
'eið á Missionshótelið Ansgar, Öster
Stationsvej 32, Odense, og fengum okk
ur herbergi og þar hvíldum við okkur.
Er við vorum búin að hvíla okkur í hálf-
tíma eða svo fórum við út að borða. Síð-
an héldum við af stað til að skoða okk-
ur um. Fyrst gengum við að H. C. And-
erssens safninu. -— Við genguin inn
og Sveinn borgaði! Þarna var margt
frá bernsku skáldsins, myndir af foreldr-
um hans, höggmyndir af honum, og síð-
ast en ekki sízt allar bækurnar lians á
mörgum, mörgum tungumálum. Bækurn-
ar þöktu marga veggi og sá ég þarna
ævintýri á íslenzku. Þarna voru líka gler-
styttur af persónum úr mörgum af ævin-
týrum skáldsins og svo bækur með ævin-
týrum eins litlar og frímerki. Þarna í
húsinu var hvelfing og voru málaðar
myndir úr lífi skáldsins á veggina. Líka
sá ég hattöskju og ferðatösku skáldsins.
Svo keypti ég mér póstkort af skáldinu
og Sveinn gaf okkur minjagrip um það,
að við hefðum komið í húsið.
Því næst gengum við út úr húsinu,
og gengum við svo eftir fallegum göt-
um og svo stönzuðum við hjá kirkjunni
í Odense og tókum myndir af henni. Síð-
an gengum við að H. C. Andersens garð-
inum og var þar mjög fallegt. Þarna í
garðinum var stór stytta af skáldinu og
höfðu blessaðir fuglarnir dritað óspart
á höfuðið á þessum heimsfræga manni.
Er við vorum búin að taka myndir í
garðinum fórum við og gengum áfram.
Við skoðuðum mikið þarna í Odense og
sáum margt fallegt. Er við vorum orðin
þreytt á labbinu fórum við heim á hótel-
ið og hvíldum okkur í klukkutíma. Síð-
an fórum við út aftur og var nú ferðinni
heitið í Finnske Landsbyen, en þar átti
að sýna á útileiksviði eitt af ævintýrum
VORIÐ 169