Vorið - 01.12.1969, Síða 29
nokkuð aðgangshörð svo hann datt kylli-
flatur í stíuna. Og ég tók margar myndir
af sýningunni með flashi því farið var
að rökkva. Er sýningunni var lokið
ókum við heim á hótelið og fórum að
sofa, og var kl. þá að ganga 11.
Fimmtudagsmorguninn 10. júlí vakn-
aði ég við það að bankað var á dyrnar.
Eg þaut upp úr rúminu og til dyra. Þá
var þetta Grímur kominn til að vekja
mig og segja mér að pakka niður, því að
nú var ferðinni heitið til baka til Kaup-
mannahafnar. Eg flýtti mér í fötin og
pakka niður. Eftir stutta stund kom
Sveinn og hankaði á dyrnar og sagði
mér að koma. Við gengum út að bílnum,
settum töskurnar í skottið og héldum
síðan af stað. Ókum við til ferjunnar og
var rétt á takmörkunum að við náðum
henni. Þetta var önnur ferja nokkuð
minni. Ekki var eins margt fólk með
þessari eins og hinni. Við fórum upp á
sóldekk en ekki lagði ég nú samt í að
kaupa gosdrykk þar. Eftir 50 mínútna
siglingu eða svo vorum við komin til
Knudshovet. Ferjan var ekki lengi að
leggjast að hryggju, og fórum við niður
og settumst inn í 'bílinn og að lítilli
stundu liðinni ókum við aftur á sjá-
lenskri grund. Sveinn ók sömu leiðina
til baka, en þegar tiltölulega stutt var
eftir til Kaupmannahafnar beygði hann
út af aðalveginum og til Hróarskeldu,
og þar stönzuðum við dálítið. Við geng-
um til kirkjunnar og fórum inn í hana.
Þetta er gríðarstór kirkja með stórum
hvelfingum. Þarna voru margar kistur
og grafir með jarðneskum leifum af
fjöldamörgum Danakonungum. Ég tók
bara eina mynd í kirkjunni, því að þegar
Sveinn ætlaði að taka mynd kemur mað-
ur og hnippir í hann og segir, að það
megi ekki taka myndir í kirkjunni, en
ég sá nú marga gera það samt. Er við
vorum húin að skoða kirkjuna og ganga
þarna um, héldum við af stað til Kaup-
mannahafnar. Og að lítilli stund liðinni
vorum við aftur komin til Borgarinnar
við Sundið. Ráðgerðu Sveinn og Grím-
ur að bezt væri að fara í dýragarðinn
strax og við komum, og gerðum við það.
Lagði svo Sveinn bílnum dálítinn spöl
frá dýragarðinum. Gengum við svo
þennan spöl. Er við komum inn í garð-
inn lagði dálítinn þef heldur vondan á
móti okkur. Þarna va rmargt að sjá, apa,
ljón, tígrisdýr, gíraffa, zebrahesta,
strúta, dádýr, vatnahesta, páfagaukíi,
fíla, mörgæsir, seli, geitur, endur, skjald-
bökur, hvítabirni, skógarbirni og margt
fleira. Mest þótti mér gaman að sjá ap-
ana, fílana, páfagaukana og vatnahest-
ana. Einn apinn, sem ég sá, var með bíl-
dekk og var að leika sér að því. Er við
vorum búin að skoða þetta allt samati
liéldum við til baka til bílsins. Síðan ók
Sveinn á Missionshótelið Löngangstræde
27 og fengum við okkur herbergi og
hvíldum okkur, á meðan Sveinn fór og
skilaði hílnum.
Síðan fórum við út og fengum okkur
að borða, og skoðuðum okkur um í
Kaupmannahöfn. Svo fórum við aftur
heim á hótelið og hvíldum okkur. Síðan
tókum við Sveinn, Jóhanna og ég leigu-
bíl niður á Löngulínu til að sjá Haf-
meyjuna og höfnina. Svo fórum við inn
á stórt veitingahús á Löngulínu og feng-
um okkur að borða. Síðan veifaði
Sveinn í leigubíl og var ferðinni heitið
VORIÐ 171