Vorið - 01.12.1969, Side 33
er fyrst á síðari árum, að Sigaunar hafa
fengið tækifæri til að sýna, að þeir eru
ólikir einstaklingar alveg eins og þið.
Menn liafa ímyndað sér, að Sigaunar séu
eitthvað sérstakir, en það er ekki rétt.
En hverju eiga menn að trúa, þegar það
stendur í alfræðibókum, að Sigaunum sé
flökkueðlið í blóð borið, og að þeir séu
þekktir fyrir að stela hænsnum og berj-
ast með hnífum. Alla svona vitleysu þarf
að afmá. Annars er Svíþjóð forustuland
í málum þjóðflokks okkar, og það er að-
eins hér og í nokkrum austur-evrópisk-
Urn löndum sem Sigaunar geta fengið
nokkra menntun.
.... Og hvað segja svo yfirvöldin.
Innanríkisráðherrann í Svíþjóð er
Rune B. Johanson og hefur verið það í
10 ár. Undir hans ráðuneyti fellur allt
um húsnæðismál og innflutning útlend-
inga.
Eva: Fá allir útlendingar, sem þess
óska, að koma hingað til Svíþjóðar?
Ráðherrann: Útlendingur, sem ætlar
að setjast hér að, verður fyrst að úlvega
sér vinnu. Og til þess að fá atvinnu,
verða menn auðvitað að kunna ein-
hverja iðn, og að jiað sé laust starf inn-
an þeirrar greinar.
Þar að auki koma hingað pólitískir
flóttamenn, sem eru ofsóttir í heima-
landi sínu. Handa þeirn reynum við að
fá vinnu á sérstakan hátt.
Eva: Er nokkur munur gerður á
Sigaunum og öðrum, sem vilja setjast
hér að?
Ráðherrann: Nei, innflytjendum er
tekið á sama hátt frá hvaða landi, sem
þeir koma, hvaða trúarbrögð, sem þeir
hafa, eða af hvaða þjóðflokki sem vera
Rætt við Rune B. Johonson, róðherra.
VORIÐ 175