Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 43
WeUar. Þegar þeir hittust á flugvellin-
um þetta kvöld og tókust í hendur, sagði
Tony eftir langa þögn:
„Roger, ég trúi því varla, að þetta
geti verið raunveruleiki.“
Saga þessara bræðra er vissulega
ósennileg á margan hátt. En sagan hófst
28. maí 1938 á Binghampton sjúkrahús-
inu. Klukkan nákvæmlega 20.31 og
20.36 hjálpaði dr. Vincent Maddi þess-
Um tveimur tvíburabræðrum lil að kom-
ast í heiminn. Móðir þeirra var ítölsk,
en faðirinn var Gyðingur. Þessi atburð-
ur, sem annars var svo gleðilegur í eðli
sínu olli þó, eins og á stóð, miklum
áhyggjum. Hjónin áttu þegar tvö börn
fyrir, en vikukaup föðurins var aðeins
15 dalir, og móðirin sagði dr. Maddi
frá því grátandi, að þau hjón gætu ekki
séð fyrir þessum drengj um háðum. Það
vaeri bókstaflega ómögulegt að fæða og
klæða tvö börn í viðbót.
Doktor Maddi átti nágranna, sem
hafði þráð það lengi að geta tekið að
sér kj örbarn. Hann sagði nú þessum ná-
granna sínum, sem var kona, frá tvíhur-
Unum. En hún var ekki lengur ung og
ekki heldur heilsuhraust, svo að hún
O'eysti sér ekki til að taka þá báða að
sér. Hún varð því að velja á milli þeirra.
Og með þessum hætti komst drengurinn
1 hennar umsjá. Það var sá minni af
tvíburunum og þannig komst þessi litli
drengur inn í líf þessara hjóna, herra
Jóseps Milas og konu hans. Hann var
skírður Antony Jósep.
Ejölskyldan bjó í lítilli í'búð uppi yfir
smáverzlun, sem hún átti í ítalska hverf-
mu í Binghampton. Tony litli gekk á
smum tíma í kaþólskan skóla og gerð-
ist kórdrengur í Mariæ Himmelfarts-
kirkju og tók burtfararpróf frá miðskóla
Binghampton.
Þegar hann var 12 ára gamall, varp-
aði eitt af börnum hverfisins þessari
setningu framan í hann, sem særði hann
mikið:
„Þú ert ekki ítali eins og við hin.
Hinn rétti faðir þinn er Gyðingur!“
Þelta kvöld sagði Paulina Milasi
drengnum alla söguna. Hún hóf sögu
sína með því að segja honum frá hinum
réttu foreldrum hans og fjárhagslegum
erfiðleikum þeirra. Hún lauk frásögn
sinni með því að sýna honum skjöl þau,
sem sýndu, að hann væri kjörbarn
þeirra. Hún sagði honum frá tvíbura-
bróður hans, en doktor Maddi áliti, að
hann hefði dáið, þegar hann var ung-
barn. Hún hélt, að það væri Tony fyrir
beztu, að hann tryði því einnig.
í raun og veru hafði drengurinn
ekki haft mikla möguleika á að lifa
lengi. Þegar hann var þriggja mánaða
gamall, hafði sveitin komið honum fyr-
ir á barnaheimili. En þar hafði hann
brennzt illa, þegar eldur hafði komizt
í sængurföt hans. Er hann hafði legið
í sjúkrahúsi nálega eitt ár, var hann aft-
ur fluttur á barnaheimili.
Árið 1942 heyrði hjúkrunarkonan
Mildred Brooks sagt frá þessu veik-
byggða og óhamingjusama barni. Hún
tók drenginn að sér og Roger litli, eins
og liann hét ,átti það fyrir sér að búa
hjá henni og manni hennar, Jules
Brooks í Syrakuse í ríkinu New York.
En hjónin ættleiddu drenginn aldrei
formlega. Einu ári síðar skildu hjónin.
Hún fluttist til Miami, ásamt móður
VORIÐ 185