Vorið - 01.12.1969, Page 44

Vorið - 01.12.1969, Page 44
sinni, ellefu ára syni og Roger litla, sem þá var fimm ára. Hún sá fyrir sér og fjölskyldu sinni meS því að reka litla snyrtistofu. Roger vissi, að hann var ekki sonur Mildred Brooks, en þetta var líka allt, sem hann vissi um uppruna sinn. Vegna þess að frú Brooks var af Gyðingaætt- um, söng hann í kórnum í samkundu- húsi Gyðinga og var alinn upp sam- kvæmt lögmáli Móse. Hann var orðinn 15 ára, þegar einn af vinum fjölskyld- unnar sagði honum, að hann ætti tví- burabróður. Roger brann í skinninu af forvitni og eftirvæntingu. Hann hafði einu sinni dreymt, að hann ætti tvíbura- bróður, en frú Mildred Brooks hafði sagt honum, að hann skyldi ekki vera að hugsa meira um það. „Eg var sann- færð um, að Roger myndi aldrei finna bróður sinn,“ sagði hún. „Hvers vegna átti ég þá að vera að vekja hjá honum tilgangslaus heilabrot?“ Finn ég liann aldrei? í ágúst 1955 gekk hinn 17 ára gamli Roger í flugherinn. Einkunnir hans í skólanum höfðu ekki verið allt of glæsi- legar og hann hélt, að lífið í hernum myndi gefa honum tækifæri til að vinna sig upp á ný. En það, sem var honum þó enn mikilvægara var það, að hann trúði því, að hann með einhverjum hætti gæti með því fundið bróður sinn. Kvöld eitt er þeir voru staddir í Japan kom hermaður einn í herbúðir Brooks og sagði: „Ég sá þig leika knattleik fyrir Mariæ Himmelfarts kirkju í Binghampton." Samstundis skrifaði Rogers nafnið á kirkjunni hjá sér og sendi mynd af sér vestur ásamt bréfi, þar sem hann skýrði frá, að hann væri sífellt að leita eftir tvíburabróður sínum. Þremur vikum síðar barst honuni þykkt bréf í gulu umslagi, áletrað Bing- hampton. En það urðu honum mikil von- brigði að opna bréfið. Þeir sögðust ekki geta hjálpað honum, en ráðlögðu hon- um að biðja fyrir hinum horfna bróður sínum, og sendu honum lítinn rósakrans. Þegar Roger hvarf úr flughernum sumarið 1959, fór hann heim til Miami og fékk þar stöðu sem skrifstofumaður í flugvélaverksmiðju. Næstu þrjú ar vann hann sig þar upp stig af stigi. A meðan hafði lífshlaup Tonys beinzt inn á svipaðar brautir á hinn merkileg- asta hátt. í sama mánuði, sem Roger hafði gengið í flugherinn, hafði Tony ráðizt í flotadeild hersins. Það hafði nokkrum sinnum komið fyrir á þessari fjögra ára dvöl hans í flotanum, að menn, sem hann rakst þar á, rak í roga- stanz og spurðu: „Hef ég ekki séð þig áður einhvers- staðar hér í Miami?“ Nú fór Tony að hugsa sitt ráð, og hvort ekki gæti hugsazt að tvíburabróð- ur sinn væri á lífi. Þegar hann kom svo til Binghampton sumarið 1959, gekk hann þegar inn á manntalsskrifstofuna og bað um upplýs- ingar um bróður sinn. Þar var honurn sagt, að vegna þess, að hann hefði ver- ið ættleiddur væru pappírar hans ekki tiltækir. „Þetta urðu mér mikil von- brigði,“ sagði hann. En nú fer að greið- ast úr flækjunni. Sumarið 1962 gerðist Tony starfsmaður í bókabúð í Buffalo 186 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.