Vorið - 01.03.1970, Page 30

Vorið - 01.03.1970, Page 30
LISTIR: Ahrifamikið listaverk Nýlega var listaverkið „Útilegumað- urinn“ eftir Einar Jónsson afhjúpað á Suður-Brekkunni á Akureyri. Ekkja listamannsins, frú Anna Jónsson, hafði gefið Akureyrarbæ þessa merku högg- mynd. Hún er úr eir. Myndin er af útilegumanni á leið til byggða með konu sína látna á bakinu til að koma henni í vígðan reit. 1 fang- inu ber hann barn sitt, en hundurinn hleypur við hlið honum. Flestar myndir Einars Jónssonar eru táknrænar. Ég ætla að skýra hér frá, hvaða tákn ég sé í þessari mynd. Aðrir sjá þar ef til vill allt annað, og er það jafn réttmætt. Útilegumaðurinn vill koma 'konu sinni látinni í vígðan reit. Með því vill listamaðurinn undirstrika, að trúin er flestum mönnum í blóð b'orin, og þeir leita þar buggunar á raunastund. Útilegumaðurinn er íslenzka þjóðin, sem hefur orðið að þola margvíslega erfiðleika á liðnum öldum. Hin látna kona hans 'bendir á fortíðina en barnið til framtíðarinnar. En hvað táknar hundurinn? Það er erfitt að segja. Hundurinn er þekktur fyrir tryggð. Ef til vill gæti hann tákn- að tryggð þjóðarinnar við eðli sitt og upplag. Akureyri befur eignazt óhrifamikið listaverk og er í mikilli þakkarskuld við ékkju listamannsins fyrir þessa veglegu gjöf, sem mun minna á þjóðararfinn u® ókominn tíma. E. Sig• 26 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.