Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 36

Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 36
„í sömu línu,“ hélt skipstjórinn áfram, „stendur orð'brotið Glas, og þeg- ar orðbrotinu gow á enska blaðinu er bætt við, verður það Glasgow. Hér er því sennilega um skip að ræða frá Glas- gow.“ „Já, það álít ég einnig,“ sagði Lindsay. „Onnur línan er algerlega máð burt, en í þriðju línu standa þessi orð zwei atrosen, það eru tveir hásetar. Þar næst kemur orðið graus, en ég skil ekki merk- ingu þess. Tvö síðustu orðin bringt ihnen verða skiljanleg, þegar þau eru sett í samband við enska orðið (a)ssist- ance, —þau merkja í stuttu máli: Veit- ið þeim hjálp.“ „Gott!“ sagði greifinn. „En hvar eru þessir óhamingjusömu menn, sem þarfn- ast svo mjög hj álpar? Enn höfum við ekki fundið neitt, sem geti vísað okkur á, hvar iþeir muni vera niður komnir, hvar strandið hafi átt sér stað.“ „Við skulum vona, að blaðið með franska textanum geti gefið einbverjar bendingar um það,“ mælti greifafrúin. Þegar farið var að athuga það, kom í ljós, að fleiri orð voru læsileg á því en hinum, og á því mátti lesa þessi orð: troi ats tannia gonie austral abor contin pr. cruel indi jeté ongit et 37° 11 at „Þarna eru þó tölur,“ mælti greifafrú- in áköf. „Sjáið þið.“ „Hægan!“ hrópaði maður hennar, „við skulum byrja á íyrslu línunni- Þarna stendur troi ats, það gæti vel táknað þrímastrað, trois mats, og sé það borið saman við blaðið með enska text- anum, væri hugsanlegt, að skipið hefði heitið „Britannia“, og þá fáum við skýr- ingu á stöfunum Bri á því blaði. í ann- arri línu er aðeins eitt orð heilt, austral, sem þýðir suðlæg. Skip'brotið hefur því átt sér stað a suðurhveli jarðar. Orðið abor er senni- lega hluti af orðinu aborder (lenda)- Skipbrotsmennirnir hafa komizt á land einhvers staðar, en hvar, það er eftn' að vita. Contin er meginland,1 Continent. Orðið cruel. ... “ „Cruel!“ hrópaði John Mangles. „Þar liöfum við ráðningu gátunnar í þýzka orðinu graus. . . . cruel er franska þýð" ingin á orðinu grimmilegur, sem el grausam á þýzku.“ „Áfram! áfram!“ sagði Glenvan, el varð nú æ ákafari, því lengra, sem koin- izt var í útskýringu orðanna. „T:,á kern- ur orðið indi, ef til vill Indíánar. En hvað merkir ongit? Jú, longitude (lengd' arbaugur). Þarna er auðsjáanlega talað um hnattstöðu, en á hinu blaðinu hö-f- um við breiddarstigið 37 gr. og 11 mm- Við erum áreiðanlega að komast á slóð- ina. Blaðið með franska textanum ætlm að fylla í meinlegar eyður.“ „En það er óheppilegt, að lengdai- stigið skuli vanta,“ mælti Helena. „Þess er tæpast að vænta, að við fa" um allt upplýst,“ mælti greifinn. „En 1 raun og veru iheld ég, að við getutn feng' ið mjög mikilsverðar upplýsingar me því að lesa saman það, sem á öllum bréf' 32 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.