Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 52

Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 52
Hegðun og framkoma flestra þeirra sem neyta áfengis 'breytist. Þeir verða í fyrstu fjörugir, ófeimnir og málgefnir. Sumir verða fullir stórmennsku og sóa eignum um efni fram. Algengt er að drukknir menn valdi tjóni og slysum. Sú hætta vofir yfir öllum sem neyta þess að áfengisneyzlan verði að ástríðu sem þeir ráða ekki við. Þegar svo er komið nota menn öll tádkifæri til að drekka. Sá sem neytir áfengis í öhófi, skaðar ekki aðeins sjálfan sig heldur fjölskyldu sína og þjóðfélagið. Ofdrykkjumaður vanrækir störf sín eða hættir algerlega að vinna, enda verður hann oft ófær lil allrar vinnu. Eina örugga ráðið er að bragða aldrei áfengi. Þuríður Einarsdóttir, 12 ára, V illingaholtsskóla. — Hvers vegna er sagt, að Karl tólfti hafi verið einvaldur? spurði kennarinn. — Af því að hann átti enga drottningu, svaraði Hans. Óli og Pétur höfðu verið óvinir, en dag nokkurn sagði Óli við Pétur: — Ef að þú hættir að segja lygasögur af mér, þá skal ég hætta að segja sannleik- ann um þig! Kona nokkur ætlaði að hringja í Silkihús- ð, en hringdi í annað númer, og samtal hennar við það var eftirfarandi: — Afsakið — er þetta Silkihúsið? — Nei, þetta er venjulegt steinhús. — Það er ekki að undra, að kvenfólkið ;é hart. Það var gert úr beinum, sagði mað- ur nokkur. ondarungornír Litlu andarungarnir allir synda vel. Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítið stél. Litlu andarungarnir ætla út á haf. Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf. Börnin frísk og fjörug fara allt um kring. Lófum saman smella og hlaupa svo í hring. Eiríkur Sigurðsson. Þetta litla kvæSi birtist í Voi'- inu 1942, 2. hefti. SíSar var það birt nafnlaust f Leshókum barna- skólanna. Þess vegna er það birt hér aftur með höfundarnafni. 48 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.