Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 5

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 5
SR. ÞÓRIR STEPHENSEN: ^eiðing Kæru börn, lesendur Vorsins. Pegar ég skrifa þessar línur, þá er enn rúmur hálfur mánuður til jóla. Allir eru þó farnir að keppast við að undirbúa hátíðina. Peir kaupa ýmiss konar varn- ing itl jólagjafa eða heimilisþarfa. Á að- ventukransinum logar nú á tveimur kert- um, og heimilin eru að byrja að taka á sig jólasvip. En hvers vegna er allur þessi undir- búningur? Er ekki hægt að halda jól án hans? — Jú, vissulega er það hægt, og það gera margir. Jólagleðin, hin eina sanna jólagleði, er ekki fólgin í hátíða- haldinu sjálfu, jólagjöfunum og öðru ytra jólahaldi. Allt slíkt er í raun og veru að- eins umbúðir um jólagleðina ,gleðina yfir því, að Guð gaf okkur Jesúbarnið, barnið sem síðar var kallað Jesús Kristur og varð frelsari og irúarleiðtogi mann- anna. En það breyttist svo margt á jörðunni Jólahu við það, að hann kom. Líf okkar mann- anna hefur tekið svo miklum breyting- um, vegna þess að hann kom. Allt hef- ur orðið svo miklu betra, þar sem tekið hefur verið á móti Jesú Kristi, þar sem mennirnir hafa í eirílægni reyni að læra af honum. Par hefur líf þeirra orðið göjugra og fegurra. Mig langar til að nefna hér fáein atr- iði sem dæmi, svo að þið skiljið mig betur. Kristin irú hafði þau áhrif hér á landi, að þrælahald lagðist niður og vopnaburður einnig. — fesú Kristur kenndi okkur, að allir menn væru bræð- ur. Pess vegna gátu krislnir menn ekki haft meðbræður sína sem ánauðuga þræla. Kristur lagði líka svo mikla á- herslu á, að við elskuðum óvini okkar og fyrirgæfum þeim í stað þess að hefna okkar. Pess vegna höfum við Islending- ar engan her og viljum ekki bera vopn. Kristur lagði einnig ríka áherslu á, að allir reyndust öðrum mönnum vel, ekki síst þeim, sem bágt eiga eða eru minni máttar að einhverju leyti. Til þess að vinna að slíku starfi höfum við stofnan- ir eins og Rauða krossinn, Hjálparstofn- un kirkjunnar og mörg önnur samtök, og flestir menn okkar á meðal eru mjög hjálpfúsir og örlátir, þegar þeir finna, að hjálpar þeirra er þörf. Allt svona lagað var nýtt fyrir þann heim, sem Jesú Kristur fæddist inn í. En líf hans og starf hafa haft mikil á- hrif til góðs, einnig á öðrum sviðum Öðrum en þeim, sem ég hef nefnt. Koma hans var talin hafa haft svo mikil áhrif, að rétt væri að miða allt dmatal við fæðingu hans. Ártalið 1974 merkir því, að svo mörg séu árin síðan hann fæddist. Pess vegna gleðjumst við þegar jólin nálgast. fesús Kristur hefur gert okk- l‘r svo mikið gott, að okkur langar til að gera fæðingarhátíð hans (afmælið lians) sem veglegasta. Og það er allt í lagi að gera það, ef við gleymum bara aldrei aðalatriðinu, þakklætinu og gleð- inni vegna þess, að hann kom. Hann er sjálfur besta jólagjöfin, því að enn er margt, sem við þurfum að læra af hon- um, til þess að saman fari göfugra mann- líf og batnandi heimur. Gleðjumst því enn yfir komu hans og þökkum Guði fyrir hann í bænum okkar. Pá eignumst við öll GLEÐILEG JÓL. VORIÐ VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.