Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 65
rauf Alek þessa óþægilegu þögn. „Mér
þykir það leiðinlegt, hvað ég er búinn
að valda ykkur miklum erfiðleikum. Ef
ég hefði bara getað. . .“
„Pað var ekki þannig meint drengur
minn,“ greip Pat fram í fyrir honum.
„Við vissum, að hverju við gengum, og
hesturinn er sannarlega þess virði, það
leynir sér ekki. En við vitum, að þú ert
sá eini, sem getur ráðið við hann. Guð
hjálpi þeim, sem ætlaði sér að koma
nærri honum.“
„Viltu segja skipstjóranum, að ég skuli
einhvern veginn launa honum og ykkur
öllum það, sem þið hafið gert fyrir mig,
Pat.“
„Já, þetta er nú allt gott og blessað,
drengur minn. En nú verð ég að fara að
koma mér að einhverju verki. Reyndu nú
að sofna aftur, svo getur þú farið á ról
á morgun eða hinn daginn,“ Pat stóð upp
og gekk fram að dyrunum. Par stansaði
hann og leit aftur á Alek. „Ef þú vilt
segja mér heimilisfang þitt, skal ég senda
skeyti til foreldra þinna og láta þá vita,
að þú ert heill á húfi og hvert við förum
með þig.“
Alek brosti og skrifaði nafn sitt og
föður síns og heimilisfang á miða, sem
Pat fékk honum. „Segðu þeim líka, að ég
hlakki til að koma bráðum heim,“ sagði
hann um leið og hann fékk Pat miðann.
Bardaginn um völdin.
Tveim dögum eftir þetta fékk Alek
leyfi til að fara á fætur. Það var með
herkjubrögðum, að hann gat stigið í fót-
inn fyrir sársauka. Elann var að klæðast,
þegar knúið var dyra.
„Kom inn!“ kallaði hann.
Það var Pat. Hann var með símskeyti
í hendinni. „Það er frá foreldrum þín-
um“, sagði hann og brosti út undir eyru
af ánægju.
Alek tók við skeytinu og las: „Guði
sé lof fyrir björgun þína. Símsendum
peninga til Rio de Janeiro. Flýttu þér
heim. Kærar kveðjur. Mamma og
Pabbi.“
Hann sat andartak og horfði út í loft-
ið. „Nú verður ekki langt þangað til,“
tautaði hann eins og annars hugar.
Pat hló við. „Hvernig líður þér í fæt-
inum?“ spurði hann svo.
„Ekki sem verst,“ ansaði Alek og hélt
áfrarn að klæða sig. „Hvernig líður þeim
svarta.“
„Hann er að hressast — því er nú verr
og miður — en þú kemst nú niður í
dag, það er eina vonin,“ sagði Pat næst-
um alvarlega.
Alek var að fara í buxurnar. Þær voru
af einhverjum hásetanna og heldur vel
við vöxt.
„Þær eru ekkert of þröngar þessar
— ha?“ sagði Pat og hló aftur.
„Þær eru nú betri en ekkert,“ sagði
Alek og brosti. Hann lauk nú við að
klæða sig og haltraði fram að dyrunum.
„Það er eins gott að flýta sér niður, áð-
ur en sá svarti brýtur allt í mél,“ sagði
hann. Hann braut saman símskeytið og
stakk því í vasann. „Þakka þér innilega
fyrir, Pat,“ bætti hann svo við um leið
og þeir komu fram á ganginn.
„Reyndu nú ekki of mikið á fótinn,
65
VORIÐ