Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 64

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 64
Pat tók utan um hann, og honum fannst hann allur verða svo máttlaus. Þegar Alek opnaði augun, lá hann í rúmi. Við rúmstokkinn sat Pat og brosti út undir eyru og bláu augun hans ljóm- uðu. „Pú mikli Patrekur," hrópaði hann. „Ég hélt, að þú ætlaðir aldrei að vakna!“ „Hvað er klukkan, Pat?“ spurði Alek. „Hvað er ég búinn að sofa lengi?“ Pat strauk hendinni gegnum svartan hárlubbann. „Ja-a, þú ert nú svo sem ekki búinn að sofa neitt ægilega lengi — þú varst afar þreyttur.“ Hann þagn- aði og hugsaði sig um. „Ja, við skulum nú sjá, við fundum þig á þriðjudags- morguninn og í dag er miðvikudags- kvöld." „Þú segir það ekki!“ sagði Alek. „Svo lengi — það er alveg makalaust!“ „Já, við vöktum þig reyndar nokkr- um sinnum til að gefa þér heitt að drekka og eitthvað súpugutl fékkstu líka, en þú hefur víst ekkert lagt þetta á minnið —■ ha?“ Alek hreyfði sig nú í rúminu, en fann þá um leið til sárs verkjar í fætin- um. „Meiddist ég mikið?“ spurði hann og leit á Pat. „Læknirinn segir, að það sé nú ekki sem verst, þótt skurðurinn væri alveg inn í bein, en hann grær vel og eftir svona tvo eða þrjá daga verður þú kominn á fætur.“ „Og sá svarti. . . hvernig gekk með hann?“ „Aldrei hafði ég látið mig dreyma um að ég mundi sjá slíka skepnu! Og hvern- ig hann lætur — ég hélt að hann mundi mölva skipið!“ Það brá fyrir glampa í í bláum augum Pats. „Það má lengi leita hans jafningja! Ef við hefðum ekki haft stroffuna á honum, hefði hann slegið okkur alla í mél. Hann ætlaði að sparka allt í sundur, og það var engin leið að sefa hann. Þar vantaði þig illilega. Svo drógum við hann upp aftur og létum hann hanga þannig lengi. Ég hélt, að hann ætlaði alveg að verða vitlaus og þú hefðir átt að heyra þau óhljóð, aldrei hef ég heyrt annað eins — ég gleymi þvi ekki meðan ég lifi!“ Pat þagnaði og flutti sig til á stólnum. Hann varð eitthvað hikandi og órólegur. „Það var ekki fyrr en einn af hásetunum kom of nærri honum einu sinni, og þessi svarti djöfull sparkaði í hann, svo að hann steinlá, að við gerðum okkur grein fyrir því, að við urðum að hafast eitt- hvað að. Við köstuðum tveimur snörum um hálsinn á honum og tókum svo ræki- lega í, þangað til óhemjan virtist vera að kafna. Þetta var auðvitað ekki gott, en það var bara ekki annað að gera, úr því sem komið var. Þegar folinn var nærri því orðinn meðvitundarlaus, létum við hann síga niður á þilfarið og kom- um honum svo niður í lestina. Ég vona, að ég þurfi aldrei að vinna. svona verk oftar, drengur minn. Við höfðum fleiri hesta í lestinni og nokkur önnur dýr, og þau eru öll dauðhrædd við ótemjuna þína. Það er hreint vfti þarna niðri, og ég veit hreint ekki, hvernig það fer, þeg- ar þessi klár er búinn að jafna sig betur! Við settum hann í rammgerðan bás, en guð má vita, hvort hann heldur.!“ Þegar þeir höfðu þagað nokkra stund, 64 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.