Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 24

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 24
Jólaleikir RÉTTARHALD. Einn þátttakandi í leiknum er lögreglu- stjóri, en hinir eru allir sökudólgar, á- kærðir fyrir ýmsar yfirsjónir eða brot á mannasiðum. Lögreglustjóri kallar þá fyrir sig einn og einn og þylur yfir honum sakargiftirnar, en ákærði reynir að færa fram vörn í máli sínu og útskýra, hvernig standi á þessu tiltæki hans. Ef honum tekst að finna skemmtilega skýringu, er hann sýknaður, en annars er hann dæmdur til að hljóta hæfilega refsingu. Best er að fullnægja dómunum tafarlaust, svo að það gieymist ekki. Auðvitað er leikurinn því skemmti- legri, sem sakargiftirnar eru broslegri. Minni háttar afglöp gætu verið af þessutagi: 1. Eú varst staðinn að því í gær, að þú sast klofvega yfir þakið á Lands- banka húsinu og söngst: „Séra Magnús settist upp á Skjóna," svo hátt, að allir Reykvíkingar héldu, að þetta væri merki um yfirvofandi loftárás og flúðu í loft- varnabyrgi, en kýrnar í Mosfellssveitinni urðu svo hræddar, að nytin datt úr þeim. 2. Rú ert ákærður fyrir að hafa hnuplað tarfkálfi norður á Ströndum, sundriðið honum til Grænlands, laskað kafbát á leiðinni með því að sparka í hann, bund- ið tuddann svo við flugvél, sem var að leggja af stað til Ameríku, og er hann í óskilum þar vestra. 3. Þú sást um sexleytið í morgun í há- rauðum nátfötum uppi á Leifsstyttunni. Pú varst með hamar í hendi og danglaðir honum í hausinn á Leifi og sagðist vera að negla tunglið við hann, af því að rott- ur hefðu stíflað vatnsæðarnar að aflstöð- inni við Ljósafoss, og þess vegna væri bærinn Íjóslaus. HINDRUNARHLAUP. Ekki er ráðlegt að leika þennan leik annars staðar en í rúmgóðum húsakynn- um, og alls ekki þar, sem eru vönduð húsgögn eða eitthvað brothætt. 24 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.