Vorið - 01.10.1974, Side 24

Vorið - 01.10.1974, Side 24
Jólaleikir RÉTTARHALD. Einn þátttakandi í leiknum er lögreglu- stjóri, en hinir eru allir sökudólgar, á- kærðir fyrir ýmsar yfirsjónir eða brot á mannasiðum. Lögreglustjóri kallar þá fyrir sig einn og einn og þylur yfir honum sakargiftirnar, en ákærði reynir að færa fram vörn í máli sínu og útskýra, hvernig standi á þessu tiltæki hans. Ef honum tekst að finna skemmtilega skýringu, er hann sýknaður, en annars er hann dæmdur til að hljóta hæfilega refsingu. Best er að fullnægja dómunum tafarlaust, svo að það gieymist ekki. Auðvitað er leikurinn því skemmti- legri, sem sakargiftirnar eru broslegri. Minni háttar afglöp gætu verið af þessutagi: 1. Eú varst staðinn að því í gær, að þú sast klofvega yfir þakið á Lands- banka húsinu og söngst: „Séra Magnús settist upp á Skjóna," svo hátt, að allir Reykvíkingar héldu, að þetta væri merki um yfirvofandi loftárás og flúðu í loft- varnabyrgi, en kýrnar í Mosfellssveitinni urðu svo hræddar, að nytin datt úr þeim. 2. Rú ert ákærður fyrir að hafa hnuplað tarfkálfi norður á Ströndum, sundriðið honum til Grænlands, laskað kafbát á leiðinni með því að sparka í hann, bund- ið tuddann svo við flugvél, sem var að leggja af stað til Ameríku, og er hann í óskilum þar vestra. 3. Þú sást um sexleytið í morgun í há- rauðum nátfötum uppi á Leifsstyttunni. Pú varst með hamar í hendi og danglaðir honum í hausinn á Leifi og sagðist vera að negla tunglið við hann, af því að rott- ur hefðu stíflað vatnsæðarnar að aflstöð- inni við Ljósafoss, og þess vegna væri bærinn Íjóslaus. HINDRUNARHLAUP. Ekki er ráðlegt að leika þennan leik annars staðar en í rúmgóðum húsakynn- um, og alls ekki þar, sem eru vönduð húsgögn eða eitthvað brothætt. 24 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.