Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 20
Juhl: Já, hjarta mitt segir mér það, —
yður — eða engann.
Mick: (Ruglaður.) Hvað er það, sem
þér segið?
Juhl: Guð minn góður. . . . það er þá
blát áfram. . . Þér elskið mig — er það
ekki?
Mick: (Stamar). Jú, jú, —jú, ég — ég
elska yður .
Juhl: Og ég elska yður. Og þá er það
ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að við slá-
um saman reitum okkar. Ó, komdu, Ferd-
inand — og kysstu mig. (Kyssir hann oft).
Mick: Ó, guð minn góður, — nú kyss-
ir hún mig líka. — nei, aðrar eins viðtök-
ur hefur víst enginn jólasveinn fengið.
Malen: (Kemur inn um dyrnar til hægri
— sér Mickelsberg ekki strax). Lítið nú
á, börnin mín, — nú er jólatréð tilbúið —
og nú byrjar hátíðin.
Allir orðlausir stara á Malenu.
Mick: Hva-hva hver er hann?
Malen: Nú já, svo að þér eruð það. Nei,
þökk fyrir. Við getum ekki verið tveir
jólasveinar hér í húsinu.
Juhl: (Æpir). Já, en hef ég þá orðið
fyrir gjörningum? (Við Malenu). Viljið
þér samstundis segja, hver þér eruð.
Malen: Ég er jólasveinninn, — sá eini
rétti og sanni jólasveinn. Ég kem beint
innan frá jólatrénu og hef hengt gjafirn-
ar á það.
Juhl: (Hikandi við Mickelsberg). Já, en
hver eruð þér? Viljið þér tafarlaust kynna-
yður.
Malen: Hann er svikari.
Mick: Nei, það eruð þér, sem eruð svik-
ari.
Malen: Hvernig vogið þér yður? Falska
varmenni.
Mick: Nei, þetta getur ekki gengið.
Takið skeggið af. (Hann ætlar að rífa
skeggið af henni. Þau berjast, og í áflog-
unum rífa þau húfu, hárkollu og skegg
hvort af öðru).
Börnin: (Reka upp gleðióp og klappa
saman höndum). Það er Malen, það er
Malen.
Malen: (Hlær). Já, það er Malen. Ég
hélt bara, að ég ætti líka að taka þátt
í jólahátíðinni.
Juhl: Malen. Hvernig leyfirðu þér. Svo
að það varst þá þú, framhleypna stelpan
þín, sem baðst mín.
Malen: (Niðurlút). Já, ungfrúin má til
með að afsaka, að ég tók að mér dálítið
ástarhlutverk. Ég bið innilega um fyrir-
gefningu.
Juhl: (Grátandi við Mickelsberg). Ó,
hvað ég skammast mín.
Mick: Nei, það skuluð þér ekki gera
ungfrú Juhl. Malen hefur gert góðverk,
sem við höfum raunar fulla ástæðu til
að vera henni þakklát fyrir. Eigum við
ekki að láta bónorðið gilda ,og halda trú-
lofun okkar hátíðlega í kvöld — á sjálfu
aðfangadagskvöldi?
Juhl: (Hamningjusöm). Ó, Ferdinand.
Jú, það skulum við sannarlega gera.
Mick: Og nú skulum við öll fara inn að
jólaborðinu.
TJALDIÐ.
Sigurður Gunnarsson
þýddi úr dönsku.
20
VORIÐ