Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 27
Skrýtlur
Roskin kona, mjög feit og gildvaxin
var úti með kjölturakkann sinn. Þau
þurftu bæði að viðra sig og fá ferskt
loft. Seppi var svo fjörugur og hress,
að hann sleit sig lausan og hljóp og
hringsnerist í hundakúnstum og kátínu.
Konan varð dauðhrædd um að hún
mundi tapa honum og kallaði á strák,
sem stóð skammt frá og horfði á seppa:
— Heyrðu, drengur minn, ég skal gefa
þér krónu ef þú hleypur fyrir mig eftir
hundinum!
— Pakka yður fyrir frú, en ég held,
að ég hafi miklu meira gaman af að sjá
yður sjálfa hlaupa eftir honum!
★
Jónsi litli, sex ára stubbur, var hróð-
ugur mjög.
— Mamma mín, sagði hann, ég þótt-
ist vera póstur og lét bréf í hvern ein-
asta bréfakassa í öllum húsunum í allri
götunni.
— Hvaða rugl er í þér blessað barn,
segir móðir hans. Hvar fékkstu öll þessi
bréf?
— Bréfin, sagði Jónsi litli, þau fann
ég í kommóðuskúffunni þinni. Pað var
vafið rauðu bandi utan um þau.
★
Skoti (við Ástralíumann): Mér er sagt
að það sé álitlegur hópur af Skotum í
Ástralíu nú orðið.
Ástralíumaðurinn: Jú, það er talsvert
slangur af þeim, en versta plágan í
Ástralíu er nú samt sem áður kanínurnar.
Fjögra ára snáði er í heimspekilegum
luigleiðingum og segir við mömmu sína:
— Mamma, þegar ég er orðinn guð,
þá ætla ég að sitja uppi í himninum og
renna niður spotta og veiða marga stráka
og draga þá upp og gera þá að engl-
um og leika mér að þeim.
★
Kennari (við dreng á fermingaraldri):
,,Hvað Jærðu mikið í vexti af 10 krónum
ef þú lætur þær liggja í banka í þrjú ár
gegn 41/2% vöxtum á ári hverju?“
Nemandinn hugsar sig um.
Kennarinn: ,,Hvers vegna reiknarðu
ekki drengur?“
Nemandinn: ,,Ég held bara, að það
borgi sig ekki að vera að 'reikna út ann-
að eins smáskítti og þetta.“
★
Maðurinn: Ég hef ekkert sofið. Kött-
urinn var að skrölta uppi á lofti í alla
nótt. Ég þyrfti að fá einhverjar pillur.
Konan: Handa þér eða kettinum?
★
Dóri: Blessaður, hafðu ekki orð á því,
sem ég var að segja þér. Pað er leyndar-
mál, sem ég hef lofað að þegja yfir.
Siggi: Mikil ósköp, ég skal vera eins
þagmælskur og þú.
★
Kennarinn: Hver var í vondu skapi,
þegar glataði sonurinn kom heim?
Palli: Alikálfurinn.
VORIÐ
27