Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 9
gleraugun, sem ég get fundið. Ég fer í kaupstaðinn á morgun með honum pabba þínum, og þá skal ég kaupa þetta allt. Jón litli andvarpaði af ánægju yfir þessum málalokum, og það lá við að hin börnin færu hjá sér, er þau þökkuðu afa og gengu út. Síðdegis daginn eftir heyrðist loksins langþráður bjölluhljómur. Þegar tveir sprækir klárar komu í ljós með sleðann í eftirdragi. Pað hrikti ískyggilega í dyraþrepunum þegar börnin ruddust út á þau. Hver böggull öðrum stærri var borinn inn í húsið ,en engan þeirra mátti opna fyrr en á aðfangadagskvöld. —■ Hvar er Jón litli? spurði afi er hann var kominn úr loðkápunni. Jón kom í ljós og pabbi hans faðmaði hann að sér með óvenjulegri blíðu, því að hann fékk að heyra söguna um Bibl- íuna og gleraugun í kaupstaðarferðinni. Honum var það mikið gleðiefni, að litli drengurinn hans skyldi þegar á barns- aldri afneita sjálfum sér til þess að geta glatt aðra. Jón litli var andlega bráð- þroska, og má vel vera, að seinþroski líkamans hafi átt sinn þátt í því, að hann hugsaði meira en títt er um börn á hans aldri. Biblíumyndir og frásögur úr Bibl- íunni var yndi hans og eftirlæti ,og þeg- ar pabbi hans eða mamma áttu tómstund bað hann þau ávallt um að segja sér frá Jesú, englunum eða helgum mönnum Ritningarinnar. Þegar lokið var við að drekka síð- degiskaffið, gekk afi inn í herbergið sitt og sótti þangað einn böggulinn .Jón litli stóð hjá, rjóður og eftirvæntingarfullur, á rneðan leyst var utan af bögglinum. Pegar Biblían, stór og falleg, kom loks í ljós, rak hann upp fagnaðaróp. Hann leit á hana, og svo mikið sá hann og skildi, að letrið á henni var stórt og skýrt. Svo komu gleraugun til viðbótar, og ákafinn var svo mikill, að hann gat varla beðið næsta dags með að færa Andrési gamla gjafirnar. En móðir hans sýndi honum fram á, að það væri of framorðið og dimmt úti til að fara með það nú. — En þú færð að fara með gjafirnar frá jóla- barninu til Andrésar gamla á morgun sagði hún. Morguninn eftir, á aðfangadaginn, var blítt og gott veður, sem betur fór. Þegar hestunum var beitt fyrir sleðann, lá við að hin börnin öfunduðu Jón litla, er þau sáu hann leggja af stað, ásamt afa og mömmu, með böggulinn sinn í fanginu. Þau voru alllengi á leiðinni til Andr- ésar gamla, en þegar þangað var komið, knúði mamma dyra. Tengdadóttir gamla mannsins lauk upp fyrir þeim og bauð þeim að ganga í bæinn. l’au gengu svo öll inn, ásamt Pétri, ökumanninum, sem hafði stóra körfu, með margskonar jóla- góðgæti, meðferðis. Pétur setti hana frá sér innan við dyrnar og hélt svo út til hesta sinna aftur. Inni var allt fágað og hreint, reglulega jólalegt um að litast, þó að fátæklegt væri. Andrés gamli sat við borðið með stóra sálmabók í hend- inni. Við hlið hans sat sonardóttir hans og las jólasálma hátt fyrir afa sinn. Þau risu bæði á fætur fagnandi, er þau sáu VORIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.