Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 43

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 43
hægt að nota tréplöturnar oftar en einu sinni. Pegar meistari Jóhann sá farið eftir skeifuna í leðjunni á veginum, datt hon- um í hug, að steypa mætti lausa bókstafi úr málmi. í litlu, óbrotnu handtæki fór hann svo að steypa bókstafi úr blýi. Hann gat þá raðað stöfunum saman og myndað úr þeim orð. Svo var hægt að aðskilja staf- ina og nota þá í önnur orð. Þetta mátti endurtaka í sífellu. Ennfremur var það mikill kostur, að stafirnir voru hver öðr- um líkari. En þegar stafirnir voru skorn- ir með hníf, urðu þeir meira og minna ólíkir sem eðlilegt var. Þessi maður, sem hér er um að ræða, var Jóhann Gutenberg, og er nefndur fað- ir prentlistarinnar. Þegar hann fann upp hið „lausa letur“ var hægt að prenta bækur án gífurlegs kostnaðar. Gutenberg er einn af mestu velgjörð- armönnum mannkynsins. Eftir að prent- listin breiddist út, fjölgaði bókum, og menningin jókst. Hvernig myndi heim- urinn nú líta út án bóka, tímarita og blaða? Gutenberg græddi ekki á upp- götvun sinni. Það er líka algengt, að snillingar verði ekki ríkir. — Aðrir menn stálu uppfinningu Gutenbergs og græddu á henni. — En Jóhann Gutenberg lagði hornsteininn að nútímamenningu vorri og verður einn hinna „eilífu“ manna í sögu kynslóðanna. Það er ekki of djúpt tekið í árinni, er stórskáldið Victor Hugo sagði: „Upp- burður mannkynssögunnar.“ Hér á íslandi er bókaútgáfa hlutfalls- lega meiri, samaborið við fólksfjölda, en í nokkru öðru meninngarlandi. En bækur eru misjafnar að gæðum, og sumar ekki við barnahæfi. Það er besta skemmtun margra að lesa góðar bækur. Og mörg íslensk börn eru sólgin í að lesa sem flestar bækur. En fæst þeirra vita, hverjum þau eiga þá ánægju að þakka. En það er Jóhann Gutenberg. Það er til máltæki, sem hljóðar þann- ig: „Blindur er bóklaus maður.“ Bækur eru dýrar, og rétt er að minna á það, að vel þarf með þær að fara, svo að verðmæti þeirra rýrni ekki óhæfilega mikið. Og óhreinar bækur eru hættuleg- ir smitberar. VORIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.