Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 62
armálinu, þar sem báturinn beið, sneri
hann sér við, en hesturinn stansaði um
leið. Drengurinn gekk nú aftur á bak
skref fyrir skref, og steig svo varlega
upp í skutinn á bátnum og sleppti ekki
augunum af hestinum. „Róið þið nú
hægt út,“ hvíslaði hann að mönnunum.
þegar báturinn seig hægt frá landi,
kallaði Alek: „Komdu nú, Kolskeggur
— komdu nú!“ Hesturinn dansaði þarna
fram og til baka í flæðarmálinu, reisti
makkann, skvetti taglinu og sperrti eyr-
un. Svo reis hann á afturfæturna og
stökk út í sjóinn. Eins og kólfi væri
skotið þaut hann svo aftur til baka upp
í fjöruna. Hann sparkaði frá sér, svo að
sandurinn rauk, en hann sleppti ekki
augunum af bátnum á meðan. Svo tók
hann undir sig stökk upp fjöruna en
sneri jafn skyndilega við aftur.
Alek var ljóst, að hesturinn átti í
hörðu stríði. Hann flautaði nú á hann og
strax stansaði Kolskeggur og svaraði
með háu hneggi. Báturinn var nú kominn
spölkorn frá landi.
Allt í einu prjónaði folinn og áður
en nokkurn varði, var hann kominn á
sund og stefndi á bátinn.
„Komdu, Kolskeggur!“ hrópaði Alek
„komdu nú!“
„Róið nú um borð, skipstjóri,“ sagði
Alek, en sleppti aldrei augunum af hest-
inum.
Svarti hausinn reis hátt úr sjónum.
Þeir slepptu hvorugur augunum af öðr-
um. Pessi stóri skrokkur klauf vatnið, og
fæturnir gengu eins og bullustengur í
eimvél.
Þeir nálguðust nú skipið. Skipstjór-
62
inn og mennirnir þrír flýttu sér upp stig-
ann, en Pat var kyrr í bátnum hjá Alek.
„Haldið honum svona í nokkrar mínút-
ur,“ hrópaði skipstjórinn til þeirra.
Hesturinn var nú kominn alveg að
bátnum og Aleg gat lagt höndina á haus-
inn á honum. „Pú varst duglegur — þú
varst góður,“ hvíslaði hann í eyra hests-
ins og átti fullt í fangi með að leyna geðs-
hræringunni. Svo heyrði hann skipstjór-
ann gefa fyrirskipanir uppi á þilfarinu
og sá, að það var verið að losa uppskip-
unartækin og þarna hékk „stroffa“ í
bómunni og átti nú að spenna gjörðina
undir kvið Kolskeggs. Hann skyldi geta
komið stroffunni á Kolskegg!
Alek sá, að hesturinn fór að ókyrrast,
og allt í einu synti hann burt frá bátnum.
Alek hrópaði á hann í örvæntingarfull-
um ákafa.
Pegar stroffan var komin niður, greip
Pat í hana og fór að lagfæra hana. „Við
verðum að koma stroffunni á hann,“
hrópaði hann til drengsins. „Annars get-
um við ekki komið hestinum um borð.“
Alek fannst höfuðið á sér vera að
springa. Margs konar hugsanir sóttu að
honum. Það skyldi samt vera einhver
leið til að koma stroffunni á hestinn! Nú
sneri hann aftur við og synti að bátn-
um. „Bara að ég geti komist undir hann.“
hugsaði Alek, en kallaði svo til Pats:
„Láttu mig fá stroffuna og dálítið lengra
reipi!“
Pat rétti honum stroffuna og gaf
mönnunum á þilfarinu merki. „Og hvað
ætlar þú svo að gera?“ spurði hann.
Alek virtist ekki hafa heyrt þessi síð-
ustu orð Pats. Hann greip stroffuna. „Eg
VORIÐ