Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 69

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 69
hvort á annað af ægilegri grirnmd. Nú lenti þeim saman. Folarnir risu báðir upp á afturfæturna og börðu frá sér með framfótunum. Fað skein í tennurnar og nú bitust þeir af mikilli grimmd. Kolskeggur hjó tönnunum í þann jarpa, herti á og sleppti ekki takinu. Þeir spörkuðu og slógu. Nú gat Jarpur losað sig og varð þá hlé á átökunum stundar- korn. Ekki stóð það lengi og áður en varði réðust þeir enn til atlögu. Alek gat ekki horft á þetta — og hann gat heldur ekki litið undan. Hest- arnir lömdu hófunum hvor í annan og ægileg öskur kváðu við, þegar þessi óðu villidýr börðust þarna upp á líf og dauða. Sá svarti öskraði hærra en nokkru sinni áður — aldrei hafði Alek heyrt annað eins. Það varð brátt ljóst, að Kolskeggur var sterkari, hann var að yfirbuga Jarp, og nú sló hann hófunum með heljarafli, svo að Jarpur missti skyndilega fótanna og þarna lá þetta sigraða dýr á jörðinni, en Kolskeggur prjónaði yfir honum. Svo beygði hann sig niður að Jarpi — Alek lokaði aug- unum. Hann heyrði siguröskur ótemj- unnar — hvað skyldi gerast næst? Þegar hann þorði að líta við aftur, sá hann, hvernig Kolskeggur stóð yfir hinum sigraða andstæðingi sínum, blóð- ugur og froðufellandi. Þá leit Kolskegg- ur upp og var sem eldur brynni úr blóð- hlaupnum augunum, þegar hann hvessti þau á stóðið, sem hímdi skammt frá í hnapp. Sigri hrósandi gekk hann að stóð- inu. Hestarnir frísuðu, en enginn hreyfði sig. Sigurvegarinn gekk hringinn í kring- um stóðið og leit á það ógnandi og skip- andi. Alek nálgaðist hestinn. Menn kölluðu aðvörunarorð til hans. „Láttu hann jafna sig,“ sögðu þeir, en hann sinnti því engu. Nú kom Kolskeggur auga á drenginn og stansaði þegar í stað. Alek var kominn að honum. Kolskgegur var blóðugur og rifinn, en sigurgleðin skein úr augum hans og öllum hreyfingum. Hann bar höfuðið hátt og fliparnir titruðu. Alek talaði rólega við hann. Það leið nú nokkur stund, svo tók Al- ek upp reipi, sem enn hékk fast við múlinn á hestinum og kippti hægt í það. Folinn sneri við og leit til stóðsins. Alek beið rólegur og lofaði folanum að líta yfir hjörð sína. Aftur leit folinn við og Alek fannst eins og hann væri að gera það upp við sig, hverjum hann ætti að fylgja, hestunum eða drengnum. Kol- skeggur færði sig nær hestunum, en sneri svo skyndilega við og gekk nú í hægðum sínum til drengsins. Mennirnir ráku upp undrunaróp. Al- ek fór nú að reyna að teyma hestinn að skipinu, sem þeir áttu að fara með, en þá sneri sá svarti aftur undan og starði lengi á hina hestana. Nú kvað við í skips- flautunni. Alek tók fast í reipið. „Komdu nú Kolskeggur!“ sagði hann skipandi Enn þrjóskaðist hesturinn en svo sneri hann við. Skipsmennirnir véku til hliðar, þegar drengurinn nálgaðist með hestinn í taumi. Þegar þeir komu að landgöngubrúnni, varð Alek litið um öxl og sá þá, að fólk- ið hafði safnast saman utan um graðhest- inn, sem enn lá á hafnarbakkanum, en VORIÐ 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.