Vorið - 01.10.1974, Page 69

Vorið - 01.10.1974, Page 69
hvort á annað af ægilegri grirnmd. Nú lenti þeim saman. Folarnir risu báðir upp á afturfæturna og börðu frá sér með framfótunum. Fað skein í tennurnar og nú bitust þeir af mikilli grimmd. Kolskeggur hjó tönnunum í þann jarpa, herti á og sleppti ekki takinu. Þeir spörkuðu og slógu. Nú gat Jarpur losað sig og varð þá hlé á átökunum stundar- korn. Ekki stóð það lengi og áður en varði réðust þeir enn til atlögu. Alek gat ekki horft á þetta — og hann gat heldur ekki litið undan. Hest- arnir lömdu hófunum hvor í annan og ægileg öskur kváðu við, þegar þessi óðu villidýr börðust þarna upp á líf og dauða. Sá svarti öskraði hærra en nokkru sinni áður — aldrei hafði Alek heyrt annað eins. Það varð brátt ljóst, að Kolskeggur var sterkari, hann var að yfirbuga Jarp, og nú sló hann hófunum með heljarafli, svo að Jarpur missti skyndilega fótanna og þarna lá þetta sigraða dýr á jörðinni, en Kolskeggur prjónaði yfir honum. Svo beygði hann sig niður að Jarpi — Alek lokaði aug- unum. Hann heyrði siguröskur ótemj- unnar — hvað skyldi gerast næst? Þegar hann þorði að líta við aftur, sá hann, hvernig Kolskeggur stóð yfir hinum sigraða andstæðingi sínum, blóð- ugur og froðufellandi. Þá leit Kolskegg- ur upp og var sem eldur brynni úr blóð- hlaupnum augunum, þegar hann hvessti þau á stóðið, sem hímdi skammt frá í hnapp. Sigri hrósandi gekk hann að stóð- inu. Hestarnir frísuðu, en enginn hreyfði sig. Sigurvegarinn gekk hringinn í kring- um stóðið og leit á það ógnandi og skip- andi. Alek nálgaðist hestinn. Menn kölluðu aðvörunarorð til hans. „Láttu hann jafna sig,“ sögðu þeir, en hann sinnti því engu. Nú kom Kolskeggur auga á drenginn og stansaði þegar í stað. Alek var kominn að honum. Kolskgegur var blóðugur og rifinn, en sigurgleðin skein úr augum hans og öllum hreyfingum. Hann bar höfuðið hátt og fliparnir titruðu. Alek talaði rólega við hann. Það leið nú nokkur stund, svo tók Al- ek upp reipi, sem enn hékk fast við múlinn á hestinum og kippti hægt í það. Folinn sneri við og leit til stóðsins. Alek beið rólegur og lofaði folanum að líta yfir hjörð sína. Aftur leit folinn við og Alek fannst eins og hann væri að gera það upp við sig, hverjum hann ætti að fylgja, hestunum eða drengnum. Kol- skeggur færði sig nær hestunum, en sneri svo skyndilega við og gekk nú í hægðum sínum til drengsins. Mennirnir ráku upp undrunaróp. Al- ek fór nú að reyna að teyma hestinn að skipinu, sem þeir áttu að fara með, en þá sneri sá svarti aftur undan og starði lengi á hina hestana. Nú kvað við í skips- flautunni. Alek tók fast í reipið. „Komdu nú Kolskeggur!“ sagði hann skipandi Enn þrjóskaðist hesturinn en svo sneri hann við. Skipsmennirnir véku til hliðar, þegar drengurinn nálgaðist með hestinn í taumi. Þegar þeir komu að landgöngubrúnni, varð Alek litið um öxl og sá þá, að fólk- ið hafði safnast saman utan um graðhest- inn, sem enn lá á hafnarbakkanum, en VORIÐ 69

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.