Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 66

Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 66
drengur minn,“ sagði Pat aðvarandi. „Mundu, hvað læknirinn sagði.“ Pegar Alek kom niður í lestina, heyrði hann, að hávaðinn og lætin í þeim svarta yfirgnæfðu allan annan hávaða þar niðri. Hann gekk að básnum og sá svart- an hausinn hátt upp yfir dyrunum. Pað var tryllingur í augunum. Alek kallaði til hans. Hesturinn rykkti til hausnum, þegar hann heyrði rödd drengsins og nú sá hann, hver kominn var. Titringur fór um nasirnar og hann hneggjaði. Alek rétti fram höndina. „Hérna er ég kom- inn aftur, Kolskeggur minn,“ sagði hann „Hefur þú saknað mín?“ Folinn hristi hausinn og rak snoppuna á móti honum. Alek strauk honum af mikilli blíðu. Svo tók hann epli upp úr vasa sínum, sem hann hafði fengið með morgunmatnum og geymt. Hann rétti það fram og fol- inn greip það í kjaftinn úr lófa hans. Alek tók kambinn og bursta af gólfinu, opnaði dyrnar á básnum og fór til hests- ins. „Petta er búið að vera erfitt fyrir þig, karl minn, en það var nú ekki hægt að bafa það öðruvísi með þig,“ sagði hann og fór svo að bursta Kol- skegg. Pað leið ekki á löngu, uns folinn var orðinn spegilgljáandi og hinn ró- legasti. Dagarnir liðu fljótt. Alek var oftast nær niðri í lestinni hjá folanum. Hon- um batnaði vel í fætinum, og hann var nú alveg að verða góður. Læknirinn og skipstjórinn reyndu fyrst að vekja á- huga drengsins fyrir skipinu, vélunum og ferðalaginu, en þeir gáfust að lokum alveg upp við það. Peir gátu hreint og 66 beint ekki skilið, hvað hesturinn og drengurinn voru samrýmdir. Skipstjórinn og Pat horfðu undrandi á, þegar Alek var inni í básnum hjá hestinum. „Pað er næstum því óhugnan- legt, hvað þeim kemur vel saman, Pat.“ sagði skipstjórinn. „Villidýr eins og þessi graðhestur eru stórhættuleg, en þegar drengurinn er hjá honum, er hann gæfur eins og kettlingur.“ Pat kinkaði kolli. „já,“ sagði hann, „þetta er eitt af því merkilegasta, sem ég hef nokkurntíma séð. Guð veit, hvernig þetta fer allt saman.“ Fimm dögum seinna sigldi skipið inn í höfnina í Rio de Janeiro. Skipstjórinn skipaði Pat að fara með Alek upp í sím- stöðina til að sækja með honum pening- ana, sem foreldrar hans höfðu símsent og aðstoða hann við undirbúning ferðar- innar til Bandaríkjanna. Pegar Alek gekk með Pat um götur þessarar miklu borgar fannst honum hann vera kominn langleiðina heim — þetta var síðasti áfanginn! Parna var þá símstöðin. Pat sneri sér að manninum þarna í lúgunni — þeir ræddust við á spænksu. Svo rétti maðurinn honum skriffæri og þegar Alek hafði ritað nafn- ið sitt á viðurkenninguna, fékk hann peningana sína. Næst héldu þeir til skipaafgreiðslunn- ar og þar var þeim sagt, að næsta skips- ferð til New York félli daginn eftir. Peningarnir hrukku rétt fyrir farmiðan- um og kostnaðinum við flutninginn á Kolskeggi. Alek leit áhygjufullur á Pat. „Pað er ekkert eftir til að borga skip- stjóranum og ykkur öllum hinum.“ VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.