Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 67
„Hafðu ekki áhyggjur af því, Alek
minn,“ svaraði Pat.
Pegar þeir komu aftur um borð, fór
Alek rakleitt til skipstjórans. Hann sat
í skipstjórnarherberginu við skrifborðið
sitt og blaðaði í ýmsum skjölum. Hann
leit upp, og þegar hann sá, hver kominn
var benti hann drengnum að fá sér sæti,
en hélt áfram að fletta blöðunum og
skrifa. Loks leit hann upp frá verkinu,
hallaði sér aftur á bak í stólnum og
sagði: „Jæja drengur minn. Þá skiljast
nú vegir.“
„Já,“ svaraði Alek. „Við Pat fórum
og náðum í peningana og farmiðann, og
það er allt í lagi.“ Hann stakk hendinni
í vasann og náði í aurana sína. „Þetta
— þetta er allt, sem ég á eftir — því —
pabbi og mamma vissu ekki neitt um fol-
ann og þau hafa bara sent rúmlega fyrir
mínu fari, svo að þetta hrökk rétt fyrir
farinu fyrir okkur báða.“
„Og nú ert þú að vandræðast yfir því,
hvernig þú eigir að borga okkur?“ flýtti
skipstjórinn sér að grípa fram í.
„Já,“ svaraði Alek. „Ef þið hefðuð
ekki komið, væri ég enn á eynni.“
Skipstjórinn stóð upp og gekk yfir til
drengsins. Hann lagði höndina á öxlina
á honum. „Pú skalt ekki vera að hugsa
um þetta, væni minn, við ætlumst ekki
til neins í því efni — við höfum haft
meiri ánægju af ykkur en svo, að það er
ekki alltaf sem svona ævintýri gerast á
sjó.“ Hann brosti og gekk fram að dyr-
unum. „Nú skalt þú bara hugsa um að
komast heim heilu og höldnu þá er
ég alveg ánægður.“
„Þakka yður þærlega fyrir, skipstjóri,“
sagði Alek og fór út á þilfarið.
„Láttu nú engan stela folanum frá
þér,“ kallaði skipstjórinn á eftir hon-
um. „Lofaðu mér því!“
„Já, því skal ég lofa yður, skipstjóri,“
svaraði Alek.
Daginn eftir leiddi Alek þann svarta
niður landganginn. Hann hélt í múlinn
og talaði vingjarnlega við hann. Skipið,
sem átti að flytja þá til New York, hafði
komið upp um nóttina og var nú verið
að losa það.
Pat og nokkrir skipverjanna stóðu
þarna á hafnarbakkanum, þegar hest-
urinn og drengurinn komu niður. Þeir
kvöddu allir Alek og óskuðu honum alls
góðs, og að lokum var Pat einn eftir hjá
honum.
„Vertu nú blessaður og sæll, Alek
minn,“ sagði Pat, „og farðu nú varlega.“
Alek lofaði því, „en mundu, að þú
ert búinn að lofa að heimsækja mig, Pat,
þegar þú kemur til NewYork.“
„Það getur vel verið að ég geri alvöru
úr því einhvern góðan veðurdag,“ sagði
Pat, „þegar ég er orðinn leiður á sjón-
um.“ Pat þagnaði allt í einu. „Hvað ætl-
arðu einginlega að gera við þann svarta,
þegar þú kemur til New York?“ bætti
hann svo við og horfði spyrjandi augum
á drenginn.
„Það veit ég nú varla, Pat. Ég er eig-
inlega ekki farinn að gera mér grein fyr-
ir því enn, en ég vona bara, að pabbi og
mamma lofi mér að hafa hann áfram.“
Pat leit á folann. „Þetta er kappreiða-
hestur — ég skal bölva mér upp á það,
að hann mundi setja allt á annan end-
VORIÐ
67