Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 26
nokkra, hve raargar hænur hún ætti.
Bóndakonan svaraði: „Pegar ég gaf þeim
í morgun og þær komu allar hlaupandi,
sá ég eina hænu fyrir aftan tvær hæn-
ur og eina hænu milli tveggja hæna.“
Hversu margar átti hún?
GETUR PÚ SVARAD
Leggið 10 fimmeyringa í röð á borð
og færið þá síðan saman, hvern ofan á
annan, tvo og tvo.
Hver fimmeyringur, sem færður er,
verður að flytjast yfir tvo fimmeyringa,
en má ekki fara yfir fleiri en tvo.
Svör við reikningsþrautum eru á bls. 74.
Ryðgaða
■ / • v
jarnid
Bóndi nokkur fann eitt sinn ryðgaðan
járnbút úti á akri. Hann hirti járnið og
bar það heim 1 smiðju. Járnið sá spegil-
fagran plóg við hliðina á sér. því þótti
mikill munur á sér og plóginum og sagði:
„Það er aumt að sjá, hvernig ég lít
út. Það er munur að sjá þig. Hvernig
ferð þú að því að vera svona spegil
fagur?“
„Ég varð svona fágaður úti á akrin-
um,“ sagði plógurinn.
„Það er skrýtið,“ sagði járnbúturinn.
„Þar hef ég einmitt verið líka, og þó sér
ekki í mig fyrir ryði.“
„Hvernig getur staðið á þessu? Því
oftar, sem ég kem út á akurinn, því
meira gljái ég. Ég er alltaf spegilfagur,
þegar ég er nýkominn þaðan. En heyrðu
mig, hvað varst þú að gera úti á akri?“
„Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði
ryðgaða járnið. „Ég bara lá þar.“
„Þá skal mig ekki .furða. Þú hefur
ryðgað af iðjuleysi. Ég hef unnið og
plægt jörðina. Þess vegna er ég svona
spegilfagur. Ef ég hefði legið í leti og
iðjuleysi, þá væri ég sjálfsagt alveg eins
ljótur og ryðbrunninn og þú ert.
26
VORIÐ