Vorið - 01.10.1974, Side 43

Vorið - 01.10.1974, Side 43
hægt að nota tréplöturnar oftar en einu sinni. Pegar meistari Jóhann sá farið eftir skeifuna í leðjunni á veginum, datt hon- um í hug, að steypa mætti lausa bókstafi úr málmi. í litlu, óbrotnu handtæki fór hann svo að steypa bókstafi úr blýi. Hann gat þá raðað stöfunum saman og myndað úr þeim orð. Svo var hægt að aðskilja staf- ina og nota þá í önnur orð. Þetta mátti endurtaka í sífellu. Ennfremur var það mikill kostur, að stafirnir voru hver öðr- um líkari. En þegar stafirnir voru skorn- ir með hníf, urðu þeir meira og minna ólíkir sem eðlilegt var. Þessi maður, sem hér er um að ræða, var Jóhann Gutenberg, og er nefndur fað- ir prentlistarinnar. Þegar hann fann upp hið „lausa letur“ var hægt að prenta bækur án gífurlegs kostnaðar. Gutenberg er einn af mestu velgjörð- armönnum mannkynsins. Eftir að prent- listin breiddist út, fjölgaði bókum, og menningin jókst. Hvernig myndi heim- urinn nú líta út án bóka, tímarita og blaða? Gutenberg græddi ekki á upp- götvun sinni. Það er líka algengt, að snillingar verði ekki ríkir. — Aðrir menn stálu uppfinningu Gutenbergs og græddu á henni. — En Jóhann Gutenberg lagði hornsteininn að nútímamenningu vorri og verður einn hinna „eilífu“ manna í sögu kynslóðanna. Það er ekki of djúpt tekið í árinni, er stórskáldið Victor Hugo sagði: „Upp- burður mannkynssögunnar.“ Hér á íslandi er bókaútgáfa hlutfalls- lega meiri, samaborið við fólksfjölda, en í nokkru öðru meninngarlandi. En bækur eru misjafnar að gæðum, og sumar ekki við barnahæfi. Það er besta skemmtun margra að lesa góðar bækur. Og mörg íslensk börn eru sólgin í að lesa sem flestar bækur. En fæst þeirra vita, hverjum þau eiga þá ánægju að þakka. En það er Jóhann Gutenberg. Það er til máltæki, sem hljóðar þann- ig: „Blindur er bóklaus maður.“ Bækur eru dýrar, og rétt er að minna á það, að vel þarf með þær að fara, svo að verðmæti þeirra rýrni ekki óhæfilega mikið. Og óhreinar bækur eru hættuleg- ir smitberar. VORIÐ 43

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.