Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 14
SNORRI SIGFÚSSON: yvindur iiggusmidur Síðla sumars 1746 andaðist að Kirkjubæjarklaustri í Vestur-Skaftafellssýslu svarfdælskur merkis- maður, Eyvindur Jónsson að nafni, kallaður duggusmiður eða Duggu Eyvindur. Elafði hann þá verið þar um skeið umsjónarmaður klausturseigna, eða Klausturhaldari, eins og það var enn kallað. En þangað höfðu örlögin borið þennan fjölhæfa og sér- stæða Svarfdæling, er nálægt fimmtugsaldri komst þar til slíkra mannvirðinga. Hafði þó sitthvað áður á daga hans drifið. Verður hér nokkuð frá Eyvindi sagt. Eyvindur Jónsson er fæddur um 1678, líklega í Sauða- koti, en sá bær var yztur á Upsaströnd í Svarfaðardal og mjög afskekktur, útundir Ólafsfjarðarmúlanum, lík- lega fyrst byggð þar beitarhús frá Sauðanesi fyrr á öldum, er síðar urðu svo að mannabústað og í eyði annað slagið, og nú alla þessa öld. „Upsastrandar yzta eg á bænum var“, segir Þorvaldur á Sauðanesi í „Ævi- raun“ sinni úr miðri 17. öld, og virðist þá Sauðakot ekki í byggð, eða a. m. k. ekki talið með lögbýlum. En foreldrar Eyvindar, þau hjónin Jón Bjarnason og Björg Hrólfsdóttir, munu varla hafa búið þar lengi. Þau hafa snemma á búskaparárum sínum flutt inn að Karlsá, sem er landnámsjörð Karls rauða og skammt innan við Sauðanes, þar sem Þorvaldur skáld bjó (d. um 1680). Þótti Karlsá góð sauðjörð og var skógarjörð þá og útræði allgott, enda hafa tíðum búið þar góðir bjarg- álna menn. En ekki sízt var það mikið hagræði fyrir bátasmiðinn og völundinn, Jón Bjarnason, að komast þangað, því að mun auðveldara var fyrir hann að stunda bátasmíðar á Karlsá en í Sauðakoti. Og á Karlsá varð til ein hin mesta skipasmíðastöð og við Eyvind kennd. Og síðar á 18. öld voru þar miklir bátasmiðir. Ekki verður ætt Eyvindar rakin hér. En vissulega má ætla að hann hafi verið af góðu bergi brotinn. Var faðir hans mikill hagleiksmaður og hreppstjóri um skeið. Má af því marka að hann hafi þótt vel að sér gjör um fleira en smíðar. En af hreppstjórn lætur hann árið 1700 og kennir um heilsubilun. Er þó á manntali 1703 aðeins talinn 56 ára, en kona hans 62 ára og Eyvindur 24 ára. Var þá líka á Karlsá móðir Bjargar, Agnes Sveinsdóttir, 92 ára. Svo er einnig um ætt Bjargar húsfreyju, að hún verð- ur ekki rakin með vissu. Hefir Hannes Þorsteinsson fræðimaður gizkað á, að hún kunni að vera laundóttir Hrólfs sýslumanns Sigurðssonar, „með þessari Agnesi“, eins og hann kemst að orði. Mætti þá þykja að Eyvindi kynni að hafa kippt í það kyn um sumt, ef svo væri. En þetta er alger getgáta, sem Hannes einnig játar sjálf- ur. Vitað er hins vegar með vissu, að til var maður á Upsaströnd, Hrólfur að nafni Eyvindarson, og gæti hann tímans vegna verið faðir Bjargar. En ekkert er vit- að um þann mann, sem þar bregður einu sinni fyrir 1667 sem votti við úttektagerð. En Eyvindarnafnið gæti þó stutt þá tilgátu að þarna væri afi Eyvindar duggusmiðs. Væru þá afarnir báðir þekktir að nafni til, en ekki meir. Má því taka undir með Gröndal gamla, er kvað svo að orði um ætt sína forðum, að hún næði alveg eins langt fyrir því þótt hún yrði ekki rakin! Má þó vera að síðar takist það. Fátt er með vissu vitað um uppvöxt Eyvindar. Má þó líklegt þykja að ekki hafi verið margbrotinn lífsins gangur í Sauðakoti eða á Karlsá á þeim dögum, og fremur lítið uppörvandi í vitund gáfaðs drengs með stórbrotna skapgerð, enda vafalaust margt gengið önd- vert við óskir hans og hneigðir. Er mælt að hann hafi snemma þótt ódæll og einráður og farið sínu fram um flest, brotið upp á ýmsu sem óvenjulegt var þá, eins og t. d. því, að búa sér til sundpoll, er hann gerði neðan við Karlsárbæinn og læra þar að synda, líklega af sjálfs- dáðum, eða kannski hafa hollenzkir duggarar kennt honum það, eins og fleira? Hét þar Eyvindarpollur og munu merki hans hafa enn sézt skömmu fyrir síðustu aldamót. En samkomulag þeirra Karlsárfeðga mun hafa þótt harla risjótt og gengið af Eyvindi sögur í sveitinni. Hefir Bólu-Hjálmar fest þær margar á blað, eftir að þær höfðu gengið manna á milli í svo sem hálfa aðra 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.