Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 17
Nú smíðar Eyvindur þetta skip fyrir bóndann í Arn-
arnesi. Þótti það mikið og fagurt, og svo gangmikið að
orð fór af. En sagt var að Eyvindur hefði þó við smíði
þess séð svo um, ef til kappróðurs kæmi, að Hafrenn-
ingur ætti ekkert á hættu, því að ekki hefði hann treyst
loforði bónda. Og það fór líka svo, að eitt sinn er skip-
in hittust úti á fiskimiðum urðu Arnarnesmenn til þess
að skora á Hafrenning að leggja til kappróðurs við þá.
Minntu Karlsármenn þá á loforðið góða, en töldu sig
samt albúna í kappið. Og eftir drjúgan sprett, við hin
hörðustu átök, fór þó Hafrenningur með sigur af
hólmi.
En Arnarnesskipið eignaðist líka sína frægðarsögu,
sem vissulega réttlætti það, að því væri gefið nafnið
„Snarfari“. Hún er um það þegar illhveli eitt lætur að
sér kveða, ekki síður en það sem elti Hafrenning og
sprakk á Sauðanesvík. Þessi hvalfiskur liggur nú á Arn-
arnesvík dögum saman og læst vera dauður. Er þó ein-
hver uggur í Arnarnesmönnum um að svo muni ekki
vera og þurfi slíkt athugunar við. Setja þeir nú bátinn
góða á flot til þess að ganga úr skugga um það hvort
dýrið væri dautt eða lifandi. En er báturinn nálgast fer
það í kaf og kemur svo upp milli báts og lands og varn-
ar þeim landtöku. Gengur þannig inn með öllum Eyja-
firði að vestan, að dýrið ver þeim land, og einnig út að
austan, allt að Látrum, sem er þar yzti bær. Þar leggja
þeir loks að landi upp á líf og dauða, og tókst það. Slík-
ur lífróður gat ekki gleymst né heldur snilli Snarfara.
Telur Bólu-Hjálmar sig hafa séð leifar af þessu fræga
skipi á unglingsárum sínum við Eyjafjörð.
En frægast af öllum smíðum Eyvindar er duggan
hans, sem hann er við kenndur. Hafði hann lengi undir-
búið þá smíði og víða dregið föng til. Skyldi þetta verða
haffært skip, er sigldi milli landa að fornum sið. Var
þetta stórfyrirtæki og í mikið ráðist og ber vitni um
kapp og stórhug Eyvindar. Enda ekki annað með neinni
vissu vitað, en að slík smíði sé einsdæmi hér á þeirri
tíð, a. m. k. í Norðlendingafjórðungi, ef ekki öllu land-
inu.
A þessum tímum var hingað mikil sigling hollenzkra
fiskiskipa, sem oft komu inn á Eyjafjörð utanverðan,
svo sem inn að Hrísey, Sauðanesvík, o. v. Hefir Eyvind-
ur því oft haft skip þessi fyrir augum. Og það hefir m.
a. óefað kveikt í honum þá löngun og áræði, að freista
þess að smíða eitt slíkt skip. Má þó líklegt þykja, að
æðimargt hafi slíkan útkjálkamann skort af efnivið til
þessa stórvirkis þá, eins og hér var ástatt.
En þá komu hollenzku duggurnar til hjálpar. Er mælt
að Eyvindur hafi haft við þá margskonar samskipti, og
mun vafalaust sízt ofmælt. Hann hefir kynnst þeim
ungur, kannski sömu mönnunum ár eftir ár, haft við
þá vöruskipti í laumi og verið þeim innan handar um
margt, en þeir viljað launa að einhverju. Og er þeir hafa
kynnst verkefnum og fyrirætlunum þessa unga manns
sem ætlaði sér að smíða hafskip í líkingu við duggurn-
ar þeirra, hafa þeir vafalítið heimsótt hann og þá séð
við hvaða skilyrði slíkt átti að gerast og þá ásett sér að
rétta honum hjálparhönd. Og það hefir verið í sögn-
um, að þeir hafi mjög dáðst að framtaki Eyvindar, verk-
snilli hans og dugnaði og veitt honum mikla hjálp. Þann-
ig er talið að þeir hafi gefið honum rá og reiða á hið
nýja skip hans, og sennilega fleira, t. d. akkeri. Og að
þannig hafi þeir gert honum mögulegt að koma þessu
áformi sínu í framkvæmd.
Og svo var það einhvern góðviðrisdaginn fyrir um
það bil hálfri þriðju öld að hið fríða og föngulega skip,
dugga Eyvindar á Karlsá, vaggaði sér léttilega á öldun-
um innan við Sauðanesið. Mun það hafa verið mikill
dagur í lífi Eyvindar og líka sögulegur, því að þetta
var einstakt afrek á þeirri tíð.
Ekki er nú með vissu vitað hvað duggan var stór í
raun og veru, en hásigld um of hefir föður hans þótt
hún vera, því að sögn er um það að hann hafi sagað
alin ofan af stórmastrinu fyrir Eyvindi, í laumi, en hann
þá bætt við það aftur tveim álnum! Er það í samræmi
við önnur viðbrögð Eyvindar við afskiptum föður síns
af ráði hans. En vafalaust mun duggan hafa verið hásigld
um of, en líklega ekki sterkviðuð að sama skapi. Og það
var í sögnum að Eyvindur hafi því nær siglt hana um
koll í upphafi, m. a. vegna skorts á seglfestu, og hefir
ógætni hans þótt ámælisverð.
Líklegt er að Eyvindur hafi smíðað duggu sína á ár-
unum 1705—1712, svo framarlega að hún sé smíðuð á
Karlsá, sem aldrei hefir þótt neinn vafi leika á, því að
fluttur er hann frá Karlsá og orðinn bóndi á Krossum
á Árskógsströnd 1712. Þá jörð átti hann alla ævi síðan,
svo kynlegt sem það raunar er, en getur þó verið að
hann hafi ætlað sér þangað aftur á gamalsaldri, þótt ekki
yrði sú raunin á.
Þessi ráðabreytni Eyvindar, að flytja sig frá Karlsá
að Krossum, kann að stafa af fleiru en einu, m. a. af
kvonfangi hans. Hann kvæntist Þórunni dóttur sr.
Sæmundar Hrólfssonar á Upsum, sem flytur þaðan um
svipað leyti og Eyvindur, að Stærra-Árskógi og gerist
prestur þar. Hitt er þó líklegra að þessi flutningur hafi
fyrst og fremst staðið í sambandi við þetta stóra skip
hans. Því að sú staðreynd blasir hér við, að hvergi var
þarna það skipalægi sem duggan var óhult í að vetrin-
um, né heldur munu þau tæki hafa þá verið á taktein-
um, sem gerðu fært að setja hana á land. Og við slík
skilyrði var fangaráð þeirra tíma, að grafa skurð inn í
land við fjöruborð, þar sem vel hagaði til, og fleyta
skipum inn í hana með stórstraumsflæði og geyma þau
þar yfir veturinn. Þetta hafði t. d. Friðrik Sveinsson
(Svendsen) gert á Flateyri, þó meir en 100 árum síðar,
er hann fyrstur manna þar lét smíða slík skip, sem hann
treysti ekki að lægju úti á höfn að vetrinum, en skorti
tæki til að setja á land. Bar djúp laut inn í eyrina frá
fjöruborði þessa glöggt merki, að þar hafði verið slík
skipa„dokka“ eða gróf, er ég var þar vestra, og gerir
líkíega enn. En á Flateyri var aðstaðan ágæt, lágt úr
fjöruborði og gott að grafa í flata malareyrina.
Heima er bezt 441