Heima er bezt - 01.12.1965, Page 36
ur. (Hinar líta í sömu átt. Heiðbláin grípur til hjart-
ans.)
HEIÐBLÁIN: Ólafur Liljurós endurborinn.
LJÓSBJÖRT: Hvítur sem lilja og rauður sem rós.
HEIÐBLÁIN: Segið þið mér, hvað þessi maður heitir,
og hvað hann er?
MJÖLL: Vilmar Gunnarsson heitir hann hjá okkur.
Móðirin var álfltona, en mennskur var faðirinn. Þeg-
ar móðir hans dó, báru álfar hann út. Nú kallar mann-
fólkið hann Jón Guðmundsson.
LJÓSBJÖRT: Svo það er hann. Ég sá þær báru hann í
burtu tvær og héldu á rás ofan Hofmannaflöt. Þær
lögðu hann undir þríhyrnu Önnu hérna á engjunum.
Hún hjúkraði barninu og bar það heim.
MJÖLL: Ég þekki aðra, sem út hann bar. (Þær horfa í
sömu áttina allar þrjár.)
LJÓSBJÖRT: Ég vil fá hann.
HEIÐBLÁIN: Ég á hann.
.MJÖLL: Ég legg hann í læðing.
HEIÐBLÁIN: Hann sér okkur víst. Ég vil það ei.
MJÖLL: Hann var gerður óskyggn á álfafólk. (Jón
kemur inn, án þess að sjá þær. Þær þoka úr vegi fyrir
honum og kyssa á finguma eftir honum. Hann fer út
aftur.)
LJÓSBJÖRT: Hann kyssir stúlkuna hinum megin við
vegginn. Sjáið þið. Svei!
HEIÐBLÁIN: Ég vildi nú helzt, að hann vildi ’ana ei.
MJÖLL: Hann er fríður, cn hún er grey.
LJÓSBJÖRT: Ást mín er liðin scm Iciftur burt.
MJÖLL: Hún fór ekki í fyrsta sinn.
LJÓSBJÖRT: Ást mín lifir sjaldan árslokin. Gamlárs-
dagselska er ávallt stytzt. Með nýjári fæðist ný.
HEIÐBLÁIN: Ólafur Liljurós. (Andvarpar.)
MJÖLL: Stúlkuna gæti ég grafið í fönn!
HEIÐBLÁIN: Henni stendur hætta af þér.
MJÖLL: F.n honum af þér.
(Svartur þræll kemur inn.)
SVARTUR: Hér hímið þið og gónið. Það er hjúum
skömm að hundrota svo tímann.
AIJÖLL: Þcgiðu þræll. Álfakóngurinn keypti þig und-
an öxinni.
SVARTUR: Báðum hcfði bctra verið, að hann hefði
ekki gert það. Mig hefur hann þrælkað alla ævi. Ég
borga bráðum.
HEIÐBLÁIN: Dökkálfar fæðast til dapurs lífs.
S\’ARTUR: Já, við deyjum of seint. Stallarinn Iét mig
fara á undan lestinni. Við flytjum okkur öll fram í
Álfaborg. Hann lét mig spyrja ykkur — Lobbur —
hvort hérna yrði áð og dansað.
HEIÐBLÁIN: Hér má á. (Lágt.) Þá fæ ég Ólaf ungan
að sjá.
MJÖLL: Hér má dansa, en svellagólf sæmdi mér betur.
LJÓSBJÖRT: Mcð hvcrju á að tjalda samkomusalinn?
SVARTUR: Með gullna súlnasalnum.
(Mjöll, Ljósbjört og Hciðbláin slá höndum saman.)
ALLAR: Sú dýrð — sú dýrð.
SVARTUR: Kóngurinn sagði það sjálfur. Karlskarið
er feigt. Farið hefur fé betra. (Fer.)
HEIÐBLÁIN: Veröldin er á flugi og ferð. (Kallar.)
Fari þeir, sem fara vilja.
MJÖLL: Álfar til álfaborga.
LJÓSBJÖRT: Huldufólk til hóla.
HEIÐBLÁIN: Og Ljúflingar að lækjarniði.
ALLAR: Fari þeir, sem fara vilja.
LJÓSBJÖRT: En dökkálfar hverfi í djúpin. (Þær fara.)
(Áslaug álfkona kemur inn með sprota í hendi.)
ÁSLAUG: Fólk veit naumast, hvað vér álfar erum.
Þegar rökkvar rennur yfir heiðar, það hefur séð oss
þeysa yfir grundir, af skíru gulli skóaður var jórinn
og geislum fáður, ef tunglið lýsti lundinn. Vér skört-
um gliti og guðvef í þess augum, og vitum það, hvar
jörðin gullið geymir, sem dvergar smíða. Gull er
stundum gæfa og framkvæmdanna hnefi, en ekki andi.
Vættir landsins, andi og sál vér erum, héraðsfylgjur,
auðna heilla ætta, en stundum ólán. Reiðin ræður þá
lundu vorri og læsir hana í klaka. Ég er komin huldu-
heimum frá, stríð að hefja móti fornum fylgjum, sem
ríkja í lundi og láði. Ég vil, að bráðum verði meira
ljós í landi, að góðar vættir gefi hverjum sigur, sem
þorir þeim að treysta. Ei má leggja árarnar í bát, þótt
blási á móti. Ég vildi geta vakið fornu trúna á land-
vættir. Þær vaka enn á verði, eins og á dögum Gunn-
. ars, Gests og Hjalta, og þjóðaröfl til stórra verka
stæla. En þjóðin getur fælt oss hátt til fjalla, ef úlfúð,
hatur, öfund byggja sveitir, og gínandi trjónum gapa
vættum móti. Sko! Illar fylgjur færast inn í bæinn!
(Mjöll, Ljósbjört og Heiðbláin koma inn.)
MJÖLL: Hættu að fjandskapast við föður minn!
LJÓSBJÖRT: Þú vekur upprcisn gegn álfakónginum.
HEIÐBLÁIN: Og mér gerir þú mcin og harm.
ÁSLAUG: Ljúflingamær. j\Icð hverju vek ég þér mein
og harm?
HEIÐBLÁIN: Þú verndar mennska mey á bænum, en
unnusta hennar elska ég.
ÁSLAUG: Elskaðu hann heitar cn hún, og mun hann
þýðast þig.
MJÖLL: Þú svarar hcnni út af, — okkur engu.
ÁSLAUG: Álfakóngurinn, faðir þinn, ofsækir saklausa
sál og vill ýmsum illt. Þar sem hann kemur, er flest
gott fjarverandi. Honum fylgir trúin á ólán og auðnu-
leysi lands og landsmanna, sem cnginn rönd við reisi.
Sú trú cr hættuleg hcillar þjóðar vclferð. AHir skyldu
heldur hinu trúa, að vilji mannfólkið velferð sína, þá
styðji góðar vættir land og lýð.
MJÖLL: Þá hefur faðir minn fyllri skilning á landi og
lýð. Grcttir og Skarphéðinn þykja enn þjóðarhetjur.
Gæfuleysið er aumkað og tignað, ef gervileikar fylgja.
Þinn tími mun eiga Iangt í land.
ÁSLAUG: Hvcr kynslóð á sér heim af nýjum hugsun-
um.
MJÖLL: Þú tcmur þér kristna kynngi og þolir að heyra
hringingar. Þcgar mannfólkið hóf hringingar, flúðu
•160 Heima er bezt