Heima er bezt - 01.12.1965, Side 39

Heima er bezt - 01.12.1965, Side 39
FRAMHALDSSAGA SJÖTTI HLUTI — Nanna, hjartað mitt, ég kem bráðum til þín aftur, hvíslar ungi flugstjórinn í flýti og hverfur svo fram úr eldhúsinu í tæka tíð, eins og dauðþyrstur maður sem teygað hefir í algleymis unaði nokkur andartök ferska svalandi uppsprettulind. Þetta skal hann launa systur sinni á einhvern hátt. Erla segir móður sinni inni í borðstofunni erindi sitt eins hægt og hún þorir, en það er ekki annað en það að spyrja hana, hvort hún megi ekki kaupa sér nýja kápu fyrir kvöldið, því nú fái hún mánaðarkaupið sitt greitt í dag. Frú Klöru finnst þetta ekki slíkt leyndarmál, að Erla hefði þurft að kalla sig á eintal, þegar tími var orðinn svo naumur, og hún svarar hálfönug: — Var þetta nú allt, sem þú vildir mér. Auðvitað máttu kaupa þér nýja kápu fyrir mér, en athugaðu bara að velja hana vel og smekklega. — Já, mamma. En þú veizt að ég hefi aldrei keypt mér kápu eða ncitt þessháttar án þess að tala fyrst um það við þig. — Nei, það er alveg satt hjá þér, en nú skulum við flýta okkur til bróður þíns, hann bíður nú eftir okkur. Erla opnar borðstofudyrnar með mestu hægð og lít- ur fyrst inn í eldhúsið, en bróðir hennar er horfinn þaðan, og Nanna er þar ein. Þá skal ekki tefja förina lcngur. — Blcssuð, segir Erla glaðlega og brosir til vinstúlku sinnar, um leið og hún gengur um eldhúsið ásamt móð- ur sinni og út úr húsinu. — Blessuð, vina mín, svarar Nanna og endurgcldur kvcðju Erlu mcð brosi, sem að þessu sinni er þrungið þakklæti, og það skilur Erla vel. Snorri cr kominn út, cr þær mæðgur ná honum, og síðan ganga þau öll út að bifrciðinni. Magnús lögmað- ur cr þcgar scztur undri stjórn og bíður þess albúinn að lcggja af stað. Snorri kveður móður sína í flýti með hlýjum kossi á vanga og snarast svo inn í bifreiðina ásamt systur sinni, cn nú mcga þau engan tíma missa, og Alagnús lögmaður ckur þcgar á brott. Frú Klara stendur kyrr og veifar hendi til manns síns og barna, meðan þau renna úr hlaði, en síðan gengur hún inn í dagstofu og kemur sér þar þægilega fyrir til hvíldar. Nú er hún ein í næði, og atburðir morguns- ins fá óhindraða framrás í vitund hennar og taka hug hennar allan á sitt vald: Getur það átt sér stað, að sonur hennar sé eitthvað hrifinn af bústýrunni sem hann kallar svo? Hún er helzt á þeirri skoðun, að svo kunni að vera. Augun hans fall- egu sem fylgdu Nönnu stöðugt um borðstofuna í morg- un, töluðu því máli. Nanna er óneitanlega falleg ung stúlka, það viðurkennir frú Klara fyrir sjálfri sér, og ekki óeðlilegt að ungir piltar hrífist af henni, en það þarf ekki að vera nein alvara á ferðum fyrir því, síður en svo. En samt, ef svo skyldi nú vera, þá er bezt að athuga málið strax vel frá öllum hliðum: Stúlkan er mjög vel að sér um alla hússtjórn og dugleg til verka, svo að á betra verður ekki kosið hvað það snertir. Hún hefir prúða framkomu og kann auðsjáan- lega að umgangast fólk eins og vera ber. En þó að þetta sé alt með ágætum, þá er stærsta og veigamesta atrið- inu enn ósvarað, og það því, sem frú Klara gerir ein- mitt ströngustu kröfuna til hvað tengdum viðvíkur. Ætt stúlkunnar! Hvcrnig er hún? Sjálf er frú Klara komin af háttscttu höfðingjafólki, og sömulciðis maður hcnnar, og hún gæti ekki þolað, að biirn þeirra tengdust öðru en hciðvirðu, mikilmetnu fólki, nei annað kæmi ekki til greina, mætti hún nokkru ráða, cn henni finnst það sjálfri vera sín móðurlega skylda að vera með í ráðum í svona mikilvægum mál- efnum, sem varða alla framtíð, og standa þar vel á verði. En nú veit hún ekkert um ætt Nönnu né uppruna, og hefir ekki haft neinn áhuga fyrir því að vita það fram til þessa. Og nú hefir sú grunsemd læðst inn í vitund hennar, sem knýr hana til þess að vita það allt á hreinu, og það sem fyrst, svo að hún geti sem móðir tekið sína afstöðu til málanna, cf einhver alvara skyldi hér vera á ferðum. En fvrst ætlar hún að vita, hvað maður henn- ar hefir um þetta að segja, hvort hann hafi nokkurn grun um náinn kunningskap sonar þcirra og Nönnu. Heima er bezt 463

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.