Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 45
in á Stadium var þó, þegar 12 börn úr skóla S. Þ., sem
fulltrúar hinna 6 heimsálfa, gengu fram fyrir hinn heil-
aga föður, og hann veitti þeim sakramentið og blessaði
yfir þau.
Klukkan var um 10 um kvöldið, er páfi og fylgdarlið
hans yfirgaf Stadium og hélt í áttina til flugvallarins. En
á leiðinni þangað staðnæmdist hann á heimssýningunni,
þar sem hann heimsótti sýningarskála Vatikansins og
ávarpaði mannfjöldann enn á ný. Og loks var það kl.
11.15, sem hann gekk upp í flugvélina, sem skyldi flytja
hann heim til Rómar. Áður en hann stigi inn í flugvél-
ina flutti hann stutta ræðu, og sagði svo meðal annars:
„Hin stutta heimsókn hefur veitt oss þann mikla
heiður að ávarpa allan heiminn frá höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna og lýsa þar friði á jörð. Vér munum
aldrei gleyma þeirri einstöku stund. Og vér getum ekki
á annan hátt betur lokið þessum degi en lýsa þeirri ósk
og bæn að þetta höfuðsetur mannlegra samskipta í þjón-
ustu friðarins megi ætíð vera sér meðvitandi um og
virða hið háleita hlutverk sitt og rétt.“ Að því búnu
lýsti hann blessun sinni yfir Ameríku og öllu mannkyni.
Hurð flugvélarinnar lokaðist að baki honum, og nokkr-
um mínútum síðan hóf vélin sig til flugs. Einum merkis-
degi í sögu páfadómsins og samtíðarinnar var lokið.
Gulnuð blöð frá Hawaii
Framhald, af bls. 456. ----------------------------
um, atvinnuleysi almennt, menn geta aðeins einstaka
sinnum fengið vinnu við sykur gerðina og þ.h. sérstak-
lega vélstjórar og efnafræðingar. Suður Ameríka er
eina landið sem fólk með verklegri þekkingu ætti að
flytjast til sem landnemar. Þangað flyst talsvert af fólki
frá N. Ameríku í seinni tíð.
Ég verð í anda með ykkur um jólin í kofa mínum
hér. Okkar hátíð er 9 tímum síðar en ykkar. Líði þér
og þínum ávalt sem best. Þess óskar þinn hálfdauði
bróðir
G. Goodman
Honolulu P. O.
T. H.
E. S.
Viltu gera mér þann greiða og biðja son Hallbjarnar
Bergmanns, ég held hann heiti Sigfús, að skrifa mér ein-
hverjar fréttir úr Flatey og nærsveitum, ég fékk eitt
sinn bréf frá honum, sjálfsagt fyrir þína milligöngu, og
það var mér kærkomið, enda býsna fróðlegt, og á ég
það enn.
Líðan íslendinga í Ameríku eftir bréfum er ég hefi
fengið frá þeim er býsna bágborin, fjöldi á sveitinni,
enda standa allir atvinnuvegir á horriminni að mér
skilst. Eykona sem ættuð er úr Skáleyjum á aldur við
mig, segist aldrei hafa séð aumari greni sem mannahý-
bíli, en hreysi sumra íslendinga í nýlendum þeirra þar
fyrir 40 árum. „Það hyggur hver mús verst í sinni holu“
var oft orðtak vors eðla föðurs. Hérna útreiknast meðal
inntekt smábýla 35 cent á dag, og þar af skal borgast
landskuld, því nú eru allir bændur orðnir leiguliðar.
Verra er það varla hjá ykkur? a. m. k. hafið þið fiskinn,
en líklega er nú fiskfátt þar sem þú býrð. Það ætti þó
að vera veiði í vatninu í Vatnsdalnum. Ég var einu sinni
nærri drukknaður í ánni úr því, en kona frá Uppsölum
bjargaði mér, hefi gleymt nafni hennar, en bóndinn hét
Sæmundur. (Konan hét Emelía Andrésdóttir, góð kona
og skörungur hinn mesti. Hún varð rúmlega 100 ára
gömul. — G. E.)
Líði þér ávalt vel, þess óskar þinn bróðir
G. Goodman.
Póstbox 2560. Honolulu
Hawaii.
LEIÐRÉTTINGAR.
í grein um Kristján Jóhannesson í Klambraseli, í maí-
blaði þessa árs, á bís. 167, 3. 1. a. n„ fremra dálki, stend-
ur: „Kristján giftist á konudaginn“ o. s. frv., á að vera:
Þuríður og Kristján giftu sig á þorraþræl 1920 og flutt-
ist Þuríður þá alfarin í Klambrasel.
Á bls. 168 í sömu grein, fremri dálk, 5. 1. a. n. stend-
ur: „Kristjáni varð nauðugur einn kostur“ o. s. frv., á
að vera: „Þegar Haraldur bróðir Kristjáns fluttist frá
Klambraseli, keypti Kristján hans hluta jarðarinnar um-
sömdu verði, en tók engar aðrar skuldir á sig.“
í nóvemberblaði Heima er bezt, í greininni „Hjónin á
Hærukollsnesi“, bls. 403, fremri dálki, 7. línu að ofan:
Hólskirkju, les: Hálskirkju.
í sömu grein, bls. 404, fremri dálki, 10.1. a. n.: Kringn-
um, les: Hringnum.
SLÆM PRENTVILLA.
Á blaðsíðu 387 í nóvemberhefti Heima er bezt, fremra
dálki, 2. línu að neðan stendur, að áslcriftargjald blaðs-
ins fyrir árið 1965 verði kr. 250.00. Þarna átti auðvitað
að standa 1966, en ekki 1965. Sem sagt, áskriftargjald
Heima er bezt 1966 verður kr. 250.00.
TIL DAVÍÐS-HÚSS.
M. K. Antonsson Ólafsvík kr. 500.00.
Kærar þakkir.
Söfnunarnefnd.
Heima er bezt 469