Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 32

Æskan - 01.05.1971, Page 32
TIL FERBALAGA ^g^fcæstir þeirra, sem fara í skemmti- ferðir um sitt eigið land, geta tal- *' izt vanir ferðamenn. Fyrir bragðið gleymist ýmislegt, sem þörf er að hafa meðferðis, og ekki er alltaf gætt skynsam- legra ráða meðan á ferðinni stendur. Gleymska getur valdið óþægindum og leiðindum, en þeim til hægðarauka, sem nú eru að leggja af stað í ferðalög, skal birtur eftirfarandi listi frá Farfuglum um það, sem nauðsynlega þarf að hafa með- ferðis í ferðalög: Hvað þarf ég að hafa með í ferðalagið? Það fer eftir því, hvernig ferðast skal, hvert á að fara og á hvaða árstíma. Lesið listann áður en lagt er uþþ í ferðalagið, kannski minnir hann á eitthvað, sem ann- ars mundi gleymast. FATNAÐUR Húfa, þeysa, skyrtur, buxur, regnföt, ísl. ullarsokkar, vettlingar, nærföt,- sundföt, vasaklútar, léttir skór, t. d. strigaskór, og góðir gönguskór. MATARÁHÖLD Diskar, hnifapör, dósahnífur, drykkjar- ílát. ELDUNARTÆKI Pottar, panna, kaffikanna, prímus, olía, primusnál, eða gastæki og gas. HREINLÆTISTÆKI Tannbursti, tannkrem, hárgreiða, rakvél, sápa, handþurrka, diskaþurrka og þvotta- bursti. VIÐLEGUBÚNAÐUR Tjald ásamt hælum, súlum og botni, — svefnþoki, tepþi, vindsæng og loftdæla. ÝMISLEGT Myndavél og filmur, landakort, sólgler- augu, sólkrem, snæri, sjónauki, góður hnif- ur, áttavlti, eldspýtur, klósettpappir og far- areyrir. MATVÆLI Athugið að hafa nægan mat til ferðar- innar. Hér fara á eftir nokkrar góðar ferðareglur, einkum miðaðar við hópferðir, líka frá Farfuglum: 1. Búið ykkur vel í öll ferðalög og minnizt þess, að „enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa.“ 2. Farið aldrei i langar gönguferðir á lé- legum skóm, og ekki heldur á splunku- nýjum. 3. Farið ætíð varlega og minnlzt þess, a® lítils háttar slys getur eyðilagt ferða' lagið fyrir þeim, er það hendir, og °H' um hinum. 4. Reynið ávallt að halda hópinn. Það et ekki góð ferðamennska að æða á und an félögum sínum. 5. Gangið hreinlega frá tjaldstað og lá*' hvergi sjást eftir ykkur rusl. Slíkt sseni ir ekki góðum ferðamanni. 6. Verndið fagra staði. Spillið ekki gróðri- Rænið ekki eggjum og grandið ekki IH1 dýranna að þarflausu. S- MAÍ: Stjörnuspá Þeir, sem fæddir eru í þess- um mánuði, eru eins og fólk er flest, ekki ófríðir, en ekki sérlega fallegir heldur. Hins vegar eru þeir mjög vel gefnir, elska fagrar listir og vísindi og hafa oft arðvænlega atvinnu af aðdáun sinni á þessum grein- um. JÚNl: Þeir, sem fæddir eru í þess- um mánuði, eru mjög léttlynd- ir. Þeir eru smáir vexti, en góð- hjartaðir, námfúsir og dálítið metnaðargjarnir. 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.