Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 33

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 33
Þegar RIP, RAP og RUP ætluðu í bíó að var verið að sýna mjög skemmtilega kvikmynd í Andabæjarbíói. Hún hét Hefnd kúrekans, og þessa mynd vildu andarstrákarnir endilega sjá. Það átti lika aðeins að sýna hana einu sinni — klukkan 7 Þá um kvöldið. —• Við spyrjum Andrés, hvort hann vilji ekki gefa okkur Peninga fyrir miðum. Hann hefur sjálfur sagt, að við mætt- urn biðja hann um slikt, sagði Rip. Andrés hafði skroppið í bæinn á bílnum sínum, en skömmu síðar heyrðu strákarnir í bílflautu hans. Þeir þustu ut að bílnum og hrópuðu samtímis: '— Frændi, við viljum sjá mynd, sem heitir Hefnd kúrek- ans- Viltu nú ekki gefa okkur peninga fyrir miðum. En Andrés var þungur á brún, þegar hann ók bílnum 'nn i bílskúrinn. Það var ekki fyrr en hann hafði tekið Sultukrukku úr skottinu, að hann sagði: — Ef þið ætlið í bíó, þá verðið þið að útvega ykkur Peninga til þess upp á eigin spýtur. Þið megið reiða ykkur ^ t>að, að hjá mér fáið þið ekki eyri. Þið hafið verið í öllum Sultukrukkunum, sem amma gaf mér I sumar. Þið stingið fingrunum niður i krukkurnar, þrátt fyrir það að ég er stöðugt að segja ykkur, að ef þið viljið fá sultu, eigið þið að nota hreinar skeiðar. Og svo á ekki að opna nema eina kmkkuna. "— Hvað ætlar þú að gera við alla hina sultuna? spurði ^aP dálítið undrandi. Ég astla að nota hana á búsýslusýningunni — og et til vill fa= ég þá verðlaun, það er að minnsta kosti mögu- iegt. ~~ Já, en þetta er ekki þin sulta, frændi, svo að þú 9etur ekki. .. Víst er það sultan mín. Amma hefur gefið mér hana, °9 í auglýsingunni stendur: „Komið með sultu yðar og ^átið okkur sjá, hvort þér getið ekki aflað yður verðlauna." ~~ Já, en hugsunin bak við þetta er sú, að maður á sjálf- Ur að búa sultuna til og . .. ' Allt í lagi, og haldið nú munnum ykkar saman — a"'r þrír, sagði Andrés og skellti bílskúrshurðinni harka- le9a aftur. Strákarnir fóru inn og rannsökuðu peningaeign sína. eim tókst að skrapa það miklum peningum saman, að þá skorti nú 1 kr. og 85 aura, ef þeir á annað borð áttu allir a3 komast í bíó. þeir gengu út þungt hugsi og fóru niður götuna. Þeir 9engu fyrIr næsta götuhorn og að lítilli búð, þar sem Ijósa- hólf voru framan við. í eitt þessara hólfa hafði Rup einu sinni glatað tfeyringi. Honum kom þvi nú í hug, að ef til vill gæti hann veitt tíeyringinn upp úr hólfinu. í næsta garði komst hann yfir prik og eftir að hafa ýtt bréfi til hliðar sá hann, að f hólfinu var hvorki meira né minna en tveggja króna peningur. En hvernig átti nú að ná honum? Ristin yfir Ijóshólfinu var alltof þröng fyrir strákana. Rip kafaði svo djúpt með aðra hönd sina niður í hólfið, að andlit hans var alveg komið niður á ristina, og hann var næstum því búinn að tapa jórturleðrinu sínu, gat rétt klófest það með fingrunum. En þegar hann stóð með jórtur- leðrið á milli handanna, fékk hann allt í einu góða hugmynd. — Strákar, látið mig hafa jórturleðrin ykkar, sagði hann og leit svo spekingslega út, að þeir hlýddu honum orðalaust. Rip tók upp seglgarnsspotta og kom jórturleðrunum þremur vel fyrir á öðrum enda hans, síðan lét hann spott- ann síga hægt niður í Ijóshólfið. Rap og Rup skildu þegar, hvað bróðir þeirra var að gera. Rap stakk prikinu niður í hólfið og reyndi með því að ýta jórturleðrinu að tveggja króna peningnum. Skömmu síðár tókst þeim að láta peninginn hanga fast- an, og Rip dró spottann varlega upp. En þegar peningurinn var kominn langleiðina upp, losnaði hann og datt aftur niður á botn hólfsins. Þetta endurtók sig 26 sinnum. Að lokum tókst Rip að draga peninginn alveg upp að ristinni. En nú var hann í vandræðum með, hvernig hann ætti að koma peningnum upp um ristina. Allt í einu hvarf Rup, en kom skömmu siðar aftur með litlu frímerkjatöngina hans Andrésar, og með henni tókst þeim að veiða peninginn upp um ristina. Nú gátu þeir allir þrír farið í bíó. Þeir burstuðu af sér rykið, því að sannarlega litu þeir ekki vel út eftir þetta allt saman. En þá komu þeir auga á gamla bílinn hennar ömmu. — Gott kvöld, börnin mín, sagði amma. — Er hann Andrés frændi ykkar heima. Ég vil gjarnan líta rétt sem snöggvast inn til hans. Ég var nefnilega að kom_i úr bíó. Sá hina skemmtilegu mynd Hefnd kúrekans og ... — Hvar segist þú hafa verið, amma? Og hvað er klukkan? — Klukkan er korter yfir 9, og það er sannarlega kom- inn háttatimi fyrir litla drengi. Komið upp í bilinn, ég skai aka ykkur þennan spöl heim til ykkar. Það voru mjög þögulir og niðurbeygðir litlir drengir, sem klifruðu upp í gamla bílinn hennar ömmu andar. E. B. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.