Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 43

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 43
 2. Höfuðborgin á Ceylon er Cólombó. Hún er á vesturströnd eyjarinnar og er mikilvæg hafnarborg. Ibúatala hennar er nú rétt um 550 þúsundir. í suðurhluta borgarinnar, sunnan hafnarinnar, er mesta athafnasvæði hennar. Þar eru margar nýtízkulegar byggingar, stjórnarsetrið, helztu hótel- in og fyrstu iðnaðarstöðvarnar, sem nú eru smám saman að rísa upp, — en iðnaður hefur til skamms tíma verið i smáum stíl. Myndin er úr þessum borgarhluta og sýnir meðal annars klukkuturn mikinn, sem jafnframt er viti. Cóiombó er 5.700 mílur frá Lundúna- borg, og er nú hægt að fara í flugvél á nokkrum klukkustundum þá ieið, sem áður stóð yfir í margar vikur. 1. Aðaltungumál Ceylonbúa nefnist Sin- hala. Enska er sú tunga önnur, sem roest er töluð. Árið 1966 voru 9.434 skólar í land- inu og kennarar 100.500 að tölu, en þar ef voru um 40 af hundraði réttinda- iausir. Þrir háskólar eru í landinu. Sá fyrsti var stofnaður árið 1942, en hinir tveir nokkru síðar, eða árið 1959, báðir á sama ári. Árið 1967 voru 16 dagblöð gefin út 1 iandinu og seldust í um það bil 510 búsund eintökum. Þá voru einnig gef- ln út 20 sunnudagsblöð, og seldust bau í nær 817 þúsund eintökum. Þjóðhátíðardagurinn er 4. febrúar. Karl og kona í þjóðbúningum. Konur við vinnu á teekru. 3. Akuryrkja er aðalatvinnuvegur eyjar- skeggja. Tegundir þær, sem mest eru ræktaðar, eru risgrjón, te, kakó, tóbak, gúmtré og alls konar ávaxtategundir. Ræktað land er um fimm milljónir ekra. Fiskveiðar eru töluvert stundaðar bæði í vötnum og við strendur landsins og eru nú orðnar mikilvæg atvinnugrein landsmanna. CEYLON Lega eyjarinnar og fjórar stærstu borgirnar. Ýmis verðmæt efni hafa fundizt í jörðu á síðari árum, og fer hagnýting þeirra óðum vaxandi. Aðalinnflutningsvörurnar eru sykur, hveiti og vefnaðarvörur. Mynt eyjarskeggja nefnist rúpí, og jafngilda 14,29 rúpíur einu brezku pundi eða rúmlega 210 íslenzkum krón- um. 4. Ceylon er eyja í Indlandshafi skammt sunnan við strendur Indlands. Mjótt sund, Palk-sund að nafni, skilur þar á milli, aðeins fjögurra metra djúpt. Flatarmál eyjarinnar er 25.332 fer- mílur, og þar af eru 333 fermílur stöðu- vötn. Eyjan er 140 milur, þar sem hún er breiðust, en lengd hennar er 270 mílur. íbúarnir, sem eru af mörgum kyn- þáttum, eru nú rétt um 12 milljónir. Þeir eru flestir Búddatrúar, en allmarg- ir játa þó Múhameðstrú, og nokkrir eru kristnir. Að vestan og sgnnan er eyjan vaxin frumskógi, en savannalönd að norðan. Suðurhluti hennar er allhálendur. Hæsta fjallið, Pedrotagalla, er nokkru hærra en Öræfajökull. Evrópumenn hafa miklar plantekrur á eynni og rækta kókospálma og gúm- tré með ströndunum, en te nokkru hærra. S. G. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.