Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 52

Æskan - 01.05.1971, Page 52
Storyville var nafn, sem gef- ið var næstum því þjóðsögu- kenndum hluta New Orleans- borgar. Það var svæði, sem eingöngu var helgað skemmt- analífinu jafnt dökkum sem Ijós- um hliðum þess. Margir fræg- ustu jazzleikarar aldarinnar hófu feril sinn í þessu hvildar- iausa háværa samfélagi. Story- ville var líka þekkt sem eitt helzta vígi lasta og syndar og var lokað samkvæmt skipunum stjórnarinnar 1917. Eftir það buðu fljótabátarnir, sem plægðu Mississippiána hinum atvinnu- lausu hljóðfæraleikurum at- vinnu. í bátunum voru stór darrsgólf, og þeir stönzuðu við mismunandi fljótabæi á hverri nóttu til að taka farþega, sem undu sér vel við söng og dans með undirleik jazzhljómsveitar. Frægð New Orleans jazzleikar- anna breiddist út eins og eld- ur í sinu og með henni hin nýja hreyfing í jazzleik. King Oliver og Creole jazzhljómsveitin hans urðu með fyrstu jazzhljómsveit- unum til að flytja til Chicago. Til þessa hafði jazzinn verið þekktur undir nöfnum eins og Dixieland og „ragtime". Ein- hvers staðar í norðrinu fékk þessi tegund hljómlistar nafnið jazz, sem loddi við hana siðan. Unglingar, sem voru frá sér numdir af hinni nýju tónlistar- stefnu, þyrptust til borganna, þar sem þeir gátu Iært af og hlustað á átrúnaðargoð sín. „The New Orleans Rythm Kings" gerðu fyrstu hljómplöt- una. Upptaka hennar varð mik- ill styrkur hinni ört vaxandi jazz- hreyfingu, og brátt slógust plötufyrirtæki um hið nýjasta og bezta í jazz. Eitt af þekkt- ustu nöfnum jazzheimsins er Louis Armstrong. Hann er fædd- ur 4. júlí, þegar jazzinn er að hefja frægðarferil sinn, og hinn ungi Louis spilaði á trompet í New Orleans og Storyville. Hann er ein stærsta persónan í þróun jazzins. Hann hefur náð hljóðum úr trompetinum sínum, sem álitið var ómögulegt að ná. Ferðalög hans um víða ver- öld hafa gert hann að tákni fyrir amerískan jazz. Einni af fyrstu stóru jazz- hljómsveitunum var stjórnað af Fletcher Henderson. Með hon- um spiluðu gjarnan þeir Louis Armstrong, Roy . Eldridge og Coleman Hawkins. Henderson markaði tímamót í jazz vegna útsetninga sinna, en hann er hvað frægastur fyrir þær. 52

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.