Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 63

Æskan - 01.12.1973, Page 63
3 dl volg mjólk (37—40°C) 1/2 tsk. salt 1 tsk. sykur 50 g brætt smjörlíki 500 g hveiti 1. Hrærið gerið út í volgri mjólkinni, þar til það er uþpleyst. 2. Sigtið saman hveiti, salt og sykur í hrærivélarskál. 3. Bætið germjólkinni og smjörlíki út í. 4. Látið vélina hræra deigið í 1—2 min. 5. Hreinsið barma skálarinnar, stráið litlu hveiti yfir deigið og látið bíða í 40 mín., ef notað er þurrger, en að- eins í 15 mín., ef notað er pressuger. 6. Hnoðið deigið og mótið í brauð. Klipp- ið í brauðið eins og myndin sýnir og penslið með eggjablöndu eða mjólk. Stráið birki yfir ef vill. 7. Látið brauðið lyfta sér f 20 min. 8. Bakið við 200° hita á plötu neðarlega í ofni í 30—40 mín. 9. Takið brauðið út úr ofninum og látið það kólna á kökugrind, svo að botn- inn verði ekki blautur. KANILLENGJA Sama deig og í brauðið sem búið er að lyfta sér I 40 mín. 100 g smjörlíkl 75 g sykur 1 tsk. kanill 1. Hnoðið deigið upp með örlitlu hveiti og skiptið I 3 hluta. 2. Breiðið út hvern hluta fyrir sig f af- langa köku. 3. Smyrjið smjörlíkinu á allar kökurnar og stráið kanilsykrl yfir. 4. Rúllið kökunum upp í lengjur. 5. Fléttið allar lengjurnar saman I eina lengju, eins og myndin sýnir. 6. Látið fléttinginn lyfta sér á plötunni I 20—30 min. 7. Penslið með eggjablöndu og stráið sykri yfir. 8. Bakað I 20—25 min. við 225°C hita. Ath.: Ef ykkur þykir kakan of litið sæt, má hræra saman 2 msk. af flórsykri og nokkrum dropum af vatni og pensla yflr kökuna rétt áður en hún er borin fram. Pressuger er erfitt að fá keypt, en þurr- ger fæst nú i pökkum i matvörubúðum. 1 pk. er mátulegt ( 500 g af hveiti. Ef gerið fæst ekki i næsta kaupfélagi eða hjá næsta kaupmanni, ættuð þið að benda viðkom- andi á að panta það hjá Innflytjanda. SÚKKULAÐIKAKA 11/2 bolll hveiti 1 bolll sykur 1/2 bolli smjörlíki (100 g) 1 bolli súrmjólk 1/2 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. natrón 1/2 tsk. salt 3 msk. kakó 2 egg 1. 2. 3. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Hrærið öllu saman í hrærivél í 2—3 min. Bakið í hringmóti í 40 min. við 200°C. Berið þeyttan rjóma með kökunni. SÚPUBOLLUR 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 msk. sykur 50 g smjörlíki y2 egg 1/4 di mjólk y blandað saman Þurrefnin eru sigtuð á borð. Smjörliklð mulið i. Vætt í með egg og mjólk. Hnoðað. Deiginu skipt f 8—10 hiuta. Hverjum hluta rúllað i mjóa lengju, sem vafin er I hnút. Smurt að ofan með eggi eða mjólk. Bakað I miðjum ofni við 225°C I 15— 20 mín. 61

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.