Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 65

Æskan - 01.12.1973, Page 65
KERTASTJAKI Þessi kertastjaki er gerður úr harðviðl, t. d. teak eða mahoní. Málin eru þessl I stórum dráttum: Fótstykki: 12,5x7,5x1,6 cm. Miðstykki: 11x2,6x2,6 cm. Hliðarstykki: 5x 2,6x2,6 cm. 2 stk. messingrör, lengd 16 cm. Stjakinn er heflaður fyrst í lengdinnl 22 cm, og þegar hann er 2,6 cm á hvern veg, eru sagaðir af honum tveir kubbar, efnið f litlu stjakana tii hliðar, og verður þá eftir miðstjakinn, u. þ. b. 11 cm á lengd. Götin eða holurnar fyrlr kertin eru boruð niður i endana og er það gert með 12 mm bor. Einnig þarf að bora götin fyrir rörunum, en þau eru 4 mm í þvermál. f stað röra mætti líka nota koparvfr af sama sverleika. Kertahaldara úr máimi þarf að setja f götin að ofan vegna Ikvelkjuhættu. Stjak- inn er festur þannlg á fótstykkið, að borað er fyrir tveim skrúfum, sem eru um 2 cm á lengd, og svo er borið griplím á stjaka- endann um leið og hann er skrúfaður fast- ur neðanfrá, upp f gegnum fótstykkið. At- huga þarf, að stjakinn standi þá sem næst miðju á fótstykkinu. Að síðustu mættl bera teakoiíu á stjakann allan, nema botn- inn, en á hann mætti líma grænan þerri- pappir eða fllt. MYNDIR NEGLDAR Á TRÉ Efnið er þykk spónaplata eða krossviðarplata. — Fyrst er mynd sú, sem gera skal, telknuð á plötuna með blýanti. Síðan veiur þú naglana, og lengd þeirra þarf að fara eftir þvl, hve platan er þykk, því að ekkl er gott að oddar naglanna standi út úr bak- hliðinni. Tii þess að negla I krossvið, værl e. t. v. bezt að nota blásaum, en I 20 mm spónaplötu mætti nota stutta nagia með „dúkkuðum" haus. ---------------------------------------------------— KERTIÐ A FLOTI Þetta er mjög skemmtilegur leikur. Þú leggur kerti ofan I skál með vatni, og vitanlega flýtur það ofan á. Nú á að reyna að ná þessu kerti upp úr skál- inni með munninum, og það er nærri því þess vert að heita verðlaunum fyrir að gera það, því að það er mjög erfitt. En áhorfendurnir skemmta sér vel, því að gaman er að sjá andlitið á þeim, sem reynir, í hvert sinn sem hann kemur upp úr vatninu aftur, án þess að hafa náð I kertið. Munið að skiþta um vatn I skálinni I hvert skipti sem nýr maður gerir til- raunina. >-----------------------------------------------------—-------------------------------------------------------------------------^ 63

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.