Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1974, Page 6

Æskan - 01.02.1974, Page 6
byrjun 15. aldar bjó maður að nafni Vilhjálmur Tell í Úri-héraði í Sviss. I þann tið réðu Habs- borgarar yfir bændunum f Sviss og þóttu gera það með harðri hendi. Foringi þeirra Habsborgara hét Gessler, hrotti mikill og haldinn hofmóði. Vilhjálmur var aftur á móti vinur bændanna og alþýðunnar, og var hann ódeigur að tala máli þeirra við hvern sem var. Bogaskytta var hann svo góð, að enginn fannst hans jafnoki f öllu landinu. Það var eitt sinn, að Vilhjálmur fór, ásamt syni sínum, til markaðar, sem halda átti í bænum Altdorf. Er þeir komu þangað, var þó annað uppi á teningnum en fjörugur mark- aður á torginu, því að Habsborgarhermenn höfðu komið þar fyrir háum tréstaur. Efst á staur þessum var hattur harð- stjórans Gesslers, og nú skipuðu hermennirnir öllum, sem fram hjá gengu, að hneigja sig fyrir hattinum og votta með því Habsborgurum hollustu sína og virðingu. Nú sem Vilhjálmur Tell og sonur hans gengu þarna hjá, vildi Vilhjálmur í engu hlíta þessum fyrirmælum og gekk uppréttur fram hjá staurnum, án þess að lúta höfði hið minnsta. Þetta líkaði Gesslers-mönnum ekki. Þeir tóku Vil- hjálm fastan ásamt syni hans og bjuggust til að færa hann í fangelsi bæjarins. Tóku bæjarbúar að flykkjast að til þess að sjá, hvað um væri að vera. Kom upp kurr f þeirra hópi, er þeir sáu, að Vilhjálmur var fangi f liði Habsborgara. En rétt f þessu bar Gessler sjálfan þarna að ríðandi á svörtum hesti. Þegar Viihjálmur sá hann, hrópaði hann: „Skipaðu mönnum þfn- um að sleppa mér, því að ég hef ekkert rangt aðhafzt. Ég krefst réttlætis." Gessler steig af baki hesti sínum og sagði: „Þú hefur að vísu brotið af þér, Vilhjálmur, með því að neita að sýna mér virðingu. En nú veit ég, að þú ert einn af beztu bogmönnum þessa lands, og þess vegna vil ég gefa þór kost á að sýna hæfni þína. Einn af hermönnum mínum skal setja epli ofan á höfuð sonar þíns, og getir þú skotið eplið af höfði hans, muntu öðlast aftur frelsi þitt.“ Sonur Vilhjálms var færður að tré einu þarna skammt frá og epli var sett ofan á kollinn á honum. Drengurinn, sem þekkti vel skotfimi föður síns, hrópaði til hans: „Skjóttu bara, pabbi. Ég veit, að þú hittir f mark eins og venjulega." Vilhjálmur tók rólega boga sinn og athugaði, hvort streng- ur hans væri mátulega þaninn. Því næst tók hann tvær örv- ar og leit á odd þeirra, og aðra þeirra lagði hann til hliðar rétt hjá sér. Áhorfendur héldu nær því niðri í sér andanum, en Habsborgarar tautuðu um það, að líklega væri nú Vil- hjálmur hræddur og mundi hætta við allt samari. Það var 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.