Æskan - 01.02.1974, Síða 27
fKlPASTIGARNIR
1 trollhattan
í'eir óku .áfram og lögðu bílnum
við „slúsurnar", eins og Sviar
^alla skipastigann. Þeir héldu að
Pastiganum og gengu yfir brú, eða
réttara
sagt eitt hliðið, sem lokar fyrir
l’atnið. Ýmsir, sem verið hafa í út-
^ndum, hafa séð skipastiga. Þeir fé-
‘ Sarnir Óskar og Þormar voru hins
^eSar í sinni fyrstu utanlandsreisu.
^eirn var þetta- því mjög nýstárlegt.
euin, sem var £yrrum sjós> ut-
• ni fyrir þeim, hvernig skip færu
PP og niður þessa stiga. Þegar skip
ur siglandi upp ána, upp að fyrsta
repinu, er því siglt inn í hólf, sem
r nokkru stærra en skipið. Hlið lok-
st aftan við það, en síðan er vatni
ueypt í hólfið, unz yfirborð vatnsins
, jafnhátt vatninu í næsta
1« fyrir framan. Þá opnast hliðið
aman við skipið og það siglir inn
í næsta hólf. Síðan koll af kolli. Hlið
lokast aftan við skipið, og nú er vatni
hleypt inn í þetta hólf, unz það er
orðið jafnhátt vatninu í næsta hólfi
ofan.við. Svona gengur þetta, og við
hvert þrep færist skipið marga metra
upp á við, unz síðasta þrepið er að
baki og skipið siglir út á ána ofan við
fossana og gljúfrin í Trollháttan.
Allt umhverfi Trollháttan er aðdá-
anlega fagurt. Farvegur árinnar, skóg-
urinn í kring og grænir garðar. Bygg-
ingarnar spilla síður en svo umhverf-
inu. Við hlið nýjasta skipastigans, því
þeir eru þarna margir og frá ýmsum
tímum, hittu þeir sænska menn. Þetta
voru feðgar, sem voru að bíða eftir
ættingjum. Þeir spjölluðu við þessa
menn, og þegar þeir fréttu, að þarna
væru íslendingar á ferð, tóku þeir að
segja gestunum um Trollháttan,skipa-
stigana og rafstöðvarnar.
Nafnið Trollháttan finnst fyrst í
skattaskrá Eiríks konungs af Pomm-
ern árið 1413. Langt er síðan farið var
að nota vatnið í Trollháttan og fall-
hæð þess til þess að létta mönnum
störfin við alls konar framleiðslu.
Þarna voru reknar kvarnir og sögun-
arverksmiðjur á 16. og 17. öld. Á eyj-
unum í Gautelfinni þarna við Troll-
háttan hafa hins vegar fundizt minjar
um mannabústaði allt að sjö þúsund
ára, gamlar. Árið 1730 er talið, að stór-
iðnaður hafi byrjað á þessum slóðum,
og árið 1847 voru vélaverkstæði
NOHAB stofnuð þarna. Nú eru mörg
og stór atvinnufyrirtæki við Troll-
háttan. Fyrir utan NOHAB má nefna
SAAB Scania og Volvo, sem fram-
leiða þarna flugvélahreyfla o. fl. Ráða-
gerðir um skipastiga, sem gert gætu
Gautelfina skipgenga upp á vötnin
miklu, kom snemma til umræðu. Sagt
er, að Gústaf Vasa konungur hafi ver-
ið sá fyrsti, sem gerði áætlanir um
skipastiga upp yfir fossana miklu. Það
var hins vegar ekki fyrr en um 1800,
25