Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Síða 29

Æskan - 01.02.1974, Síða 29
MARGT BÝR í SJÓNUM KAPPHLAUP VIÐ FJÖRULALLA igurgarður heitir maður og er Sturluson. Hann var föðurbróðir Hákonar alþingismanns í Haga. Sigurgarður var lengi barnakennari á Barðaströnd. Seinna bjó hann á Eysteinseyri í Tálknafirði, og nú á hann heima á Bíldudal. Um 1883 var hann vinnumaður hjá Kristjáni bónda I Hergilsey á Breiðafirði. Kristján þessi var faðir Snæbjarnar I Hergilsey. Sigurgarður hefur þá verið lítið kominn yfir termingaraldur. Að vetrinum var það starf hans að vera í fjósinu. Þá var fjórbýli í Hergilsey og hétu bæirnir Efstibær, Miðbær, Neðstibær og Nýibær. Kristján átti heima í Efsta- bae. Fjósin frá Miðbæ og Efstabæ voru skammt hvort frá öðru. Fjósamaðurinn frá Miðbæ hét Sumarliði og var Sak- aríasson. Fundust þeir Sigurgarður oft, þegar þeir voru við fjósverkin. Þá var það siður að vetrinum að fara til útiverka fyrir dag. Það var einn morgun, þegar Sigurgarður var búinn aö gefa kúnum, að hann fer að sækja vatn í fjósið. Þurftu þeir báðir, hann og Sumarliði, að sækja vatn í brunna, sem voru nokkuð langt fyrir neðan fjósin. Þegar Sigur- garður er kominn nokkuð áleiðis til brunnanna, sér hann öýr eitt, gráleitt að lit, koma neðan frá hlein, sem kölluð var Tindabikkja. Var það komið allnálægt honum. Þá hugsar hann, að nú hafi hann Miðbæjarboli sloppið út hjá Sumarliða, sleppir vatnsfötunum og ætlar að fara heim að fjósunum til þess að kalla á hann. En þá sér hann, að Sumarliði er kominn með fötur sínar niður fyrir Miðbæjar- fjósið og ætlar að sækja vatn í það. Sigurgarður kallar þá til Sumarliða og segir: „Nú hefur hann boli sloppið út hjá þér.“ ..Hvað ertu að þvaðra, strákur," segir Sumarliði. Sigurgarður svarar: „Sérðu hann ekki? Hann er að ganga þarna fyrir ofan Neðstabæinn. Hann kom neðan frá Tinda- bikkju." Nú hlaupa þeir báðir af stað, Sigurgarður og Sumarliði, °9 fara að elta dýrið. Sumarliði var seinfærari, því að hann var þá farinn að eldast. Hleypur Sigurgarður á undan hon- um og kemst brátt á hlið við dýrið. Þá sér hann, að þetta er ekki Miðbæjarnautið. Heldtir hann þá, að þetta sé kálfur, hvaða kálfur, gerði hann sér ekki grein fyrir. Sigurgarður fer nú að veita skepnu þessari eftirtekt. Hann sér, að hún gengur á fjórum fótum, er fremur lágfætt, snögghærð, hausinn nokkuð flatvaxinn, nasirnar fnæstar og snörlaði I þeim. Dýrið var á stærð við vetrungskálf. Nú reynir Sigurgarður að komast fram fyrir það og herðir á hlaupunum. En eftir þvl sem Sigurgarður hljóp hraðara, eftir því herti dýrið á sér, svo að honum tókst ekki að kom- ast fram fyrir það. Hleypur Sigurgarður nú um stund sam- hliða dýrinu, og eru ekki nema tvær álnir á milli hans og þess, en dýrið þó með höfuð og háls fyrir framan hann. Aldrei komst hann svo nálægt því, að hann tæki á því. Stefnir dýrið nú á gjá eina, sem liggur ofan af eynni og beint til sjávar. Gjáin heitir Þorgerðargjá, og er aurskriða í henni. Sigurgarður reynir nú sitt ýtrasta til að komast fram fyrir dýrið, áður en það fari í gjána. En þess er eng- inn kostur. Meðan Sigurgarður er f þessum elfingum, kallar hann á Sumarliða og biður hann hjálpa sér. En ekkert svar og engin hjálp kemur frá honum. Nú berst eltingaleikur þessi fram á gjárbarminn. Þar nemur Sigurgarður staðar, en dýrið steypir sér ofan í hana og heldur niður eftir henni á leið til sjávar. Þegar það kemur að sjónum, veður það hik- laust út í hann. Þó að sjórinn hækkaði upp eftir síðum þess, sást það ekki taka nein sundtök. Það fylgdi botnin- um, þar til það fór í kaf. Síðan sást á höfuð þess. Loks hvarf það með öllu. Jörð var auð, gott veður og glaða tungl- skin, svo að Sigurgarður sá allt þetta glöggt, þó að ekki væri enn farið að lýsa af degi. Meðan Sigurgarður var að elta dýrið, komst engin hræðsla að hjá honum fyrir ákafanum að komast fram fyrir það. Þegar það steyptist ofan í gjána, varð hann sem steini lostinn, en áköf hræðsla greip hann, er hann sá dýrið hverfa út í sjóinn, og því athugaði hann ekki, hvort nokkur spor sæjust eftir það. Sigurgarður hleypur nú heim að fjósunum. Þar hittir hann Sumarliða. Hann hafði fljótt séð, að dýrið var honum óþekkt, hætt að elta það og haldið heim í fjósið, án þess að skeyta neitt um Sigurgarð eða dýrið. Sigurgarður spyr Sumarliða, hví hann hafi ekki komið með sér, en hann svarar ónotum einum og segir Sigurgarði, að hann hefði ekki átt að vera að elta það, sem hann ekki þekkti. — Al- mennt var talið, að þetta hefði verið fjörulalli. (Eftir sögn Sigurgarðs Sturlusonar) (Vestfirzkar sagnir I.) BarnablaðiS ÆSKAN hefur nú flutt í eigið húsnæði að Laugavegi 56 með aila sína starfsemi: bóka- verzlun, skrifstofur, ritstjórn og afgreiðslu. Verið öll velkomin í hið nýja Æskuhús. 27

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.