Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 14

Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 14
vitrustu íbúar skógarins eru hér saman komnir til að bera saman ráð sín.“ Þegar hundurinn hafði lagt þetta til málanna, hóf Kroppinbakur höfuðið hátíðlega og reisti löngu eyrun sín. ,,Við höfum gert boð eftir þér, Lappi, til þess að vita, hvort mennirnir háfa hugmynd um þessa eyðileggingu." ,,Nei, þeir hafa það ekki," svaraði Lappi. ,,Enginn maður fer hingað inn í skógarþykknið. Það er friðað." Hornalangur tók til máls: ,,Við, sem höfum búió lengi hér í skóginum, erum hræddir um, að dýrin séu ekki einfær um að koma náttfiðrildunum fyrir kattarnef". ,,Ég er hræddur um, að ein ógæfa bjóði annarri heim," mælti Háralangur. ,,Nú verður úti um friðinn í skóginum." ,,Við megum ekki láta eyðileggja skóginn. Hér er ekki um neitt að velja," sagði Heljarsterkur. Lappi skildi það vel, að elgirnir áttu erfitt með að koma orðum að því, sem þeim lá á hjarta. ,,Langar ykkur til að mennirnir fái að vita þetta?" spurði hann. Gömlu elgirnir hneigðu höfuðið til samþykkis. ,,Það er sárt að þurfa að biðja mennina hjálpar, en við sjáum engin önnur ráð." Skömmu seinna var Lappi á heimleið. Hann hraðaði sér mikið og haföi áhyggjur af öllu því, sem hann hafði heyrt og séð. Þá kom allt í einu stór, svartursnákur á móti honum. ,,Lifðu heill í skóginum," hvæsti snákurinn. „Lifðu heill, sjálfur," svaraði Lappi og hljóp fram hjá honum. En þá sneri snákurinn við og reyndi að fylgja honum eftir. ,,Hann hefur líklega áhyggjur af skóginum eins og aðrir," hugsaði Lappi og nam staðar. Snákurinn fór óðar aó tala um eyðilegginguna: ,,Það er úti um friðinn hérna í skóginum, ef á að stefna mönn- um hingað." ,,Það er ég líka hræddur um," samsinnti Lappi. ,,En þeir, sem elstir eru í skóginum, þera best skyn á þetta." ,,Væri ekki betra að ég fengi þau laun, sem ég krefst, og réði bót á þessu?" spurði snákurinn. ,,Ert þaö ekki þú, sem heitir Varnarlaus?" spurði Lappi með lítilsvirðingu. ,,Ég hef verið lengi hér ískóginum og veit, hvernig á að koma burt illþýði eins og þessu," sagði snákurinn. „Getir þú komið því burt, býst ég ekki við, að neinn telji eftir þér launin." Um leið og Lappi sagði þetta skreið snákurinn inn i holu undir trjárót, þar sem hann þóttist óhultur, og hélt áfram: „Skilaðu þá til Gráfelds, að ef hann vilji fara svo langt norður í land, að hann sjái ekki eik, og koma ekki aftur, meðan snákurinn Varnarlaus er á lífi, þá skuli ég sjá um, að allt illþýðið á trjánum strádrepist." Hárin risu á hryggnum á Lappa: „Hvað hefur Gráfeldur gert þér?" „Hann drap þann, sem mér þótti vænst um. Þess vegna vil ég hefna mín á honum," svaraði snákurinn. Lappi réðst að honum, en komst ekki undir trjárótina. „Jæja, liggðu þá eins lengi og þú vilt. Við vinnum a maðkinum án þinnar hjálpar." Daginn eftir voru jarðeigandinn og skógarvörðurinn a gangi fram hjá skóginum. Þá heyrðu þeir hundgá. „Þetta er Lappi. Nú er hann að veiða í skóginum, sagði húsbóndinn. En skógarvörðurinn trúði því ekki. „Hann hefur ekki gert það í mörg ár." Svo hljóp hann inn í skóginn til að ganga úr skugga um, hvaða hundur þetta væri. Hus- bóndinn fór á eftir honum. Þeir gengu á hljóðið alveg þangað, sem skógurinn var þéttastur. Þá þagnaði það. Þeir námu staðar og hlust- uðu. Þá heyrðu þeir tístið, naghljóóið og sáu hvernig barrið hrundi af trjánum. Þeir fundu líka sterka trjáilminn og tóku eftir möðkunum, sem iðuðu um trén. Lirfur nátt- fiðrildanna höfðu eyðilagt stór skógarsvæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.