Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 15

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 15
hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn STÓR? — Ef þú spyrð þessa litlu og vasklegu snáða þeirrar spurningar, þá er viðbúið að hver þeirra svari því, að hann ætli að verða sjómaður og ..stýra dýrum knerri". Því að þessir drengir eiga heima á Akranesi, þar sem hafa verið sjógarpar miklir öldum saman og þar sem starf sjómannsins er í hávegum haft. Vorið eftir hljóp Lappi einu sinni út í skóg að morgun- ,a9i- Þá kallaði einhver á eftir honum: ,,Lappi, Lappi!" Lappi sneri sér við. Honum misheyrðist ekki. Þetta var 9amall refur, sem stóð utan við grenismunna sinn og kallaði til hans. ,,Þú verður að láta mig vita, ef mennirnir finna eitthvert ráð til aö bjarga skóginum," sagði refurinn. .,Þeir gera allt, sem þeir geta,“ svaraði Lappi. ,,Ég hef orðió var við það. Nú hafa þeir drepið alla tjölskyldu mína og eiga líklega eftir aó drepa mig líka. En ®9 fyrirgef þeim það, ef þeir aðeins bjarga skóginum," sagði refurinn. Lappi fór aldrei svo um skóginn þetta vor, að hann væri ekki spurður, hvort mennirnir mundu geta bjárgað skóginum. En Lappi átti ekki hægt með að svara því. Mennirnir vissu það nefnilega ekki sjálfir, hvort þeim mundi heppnast að útrýma náttfiórildunum. Menn höfðu um langan aldur haft einhvern beyg af kolskógum. Því var undarlegt að sjá hundrað manns fara Þangað á hverjum morgni, aðeins til að bjarga þessum skógi. þeir felldu verstu trén. Af öðrum hjuggu þeir læ9stu greinarnar, svo að maðkarnir gætu ekki skriðið tré frá tré. Þeir hjuggu breiðar götur kringum svæðin, þar sem skemmdin var mest, og lögðu þar spýtur löðrandi í lírT'i, til þess að maðkarnir kæmust ekki út fyrir svæðið. þar sem eitt og eitt tré var mjög maðkétið, var borið lím á stofninn. Þá gátu maðkarnir ekki skriðið til jarðar og urðu sð hírast uppi í trénu, þar til allt var uppétið, og drepast úr hungri. Mennirnir héldu þessu áfram mestallt vorið. Þeir voru vongóðir og hlökkuðu til að sjá, þegar lirfur kæmu úr e99jum næst. Þeir voru vissir um, að þær mundu flestar strax drepast úr hungri. Lirfurnar komu úr eggjunum og voru mörgum sinnum f|ein en sumarið áður. En hvað gerði það, ef þær voru nógu vel innikróaðar og gátu ekki dreift sér um skóginn? En það fór ekki eins og menn vonuðu. Reyndar festist fjöldi maðka í Kminu, sem borið var á spýturnar ogtrjá- stofnana — en ekki allir. Að minnsta kosti voru þeir alls staðar. Þeir skriðu úr á þjóöveginn, yfir túngaröana og seinast heim á bæjarþilin. Þeir voru komnir út fyrir sjálfan Friðarskóginn og virtust vera í þann veginn að eyðileggja alla Kolskóga. ,,Ef þessu heldur áfram, eyðileggja þeir allan skóginn okkar," sögðu menn. Þeir tóku þetta nærri sér, og sum- um vöknaði um augu, ef þeir áttu leið í nánd við skóginn. Lappi hafði svo mikla óbeit á þessum kvikindum, að hann vildi helst ekki fara út fyrir dyr. Enn lagði hann þó af stað til að vitja um Gráfeld. Hann hljóp beinustu leið út í skóginn og rak trýnið þefandi í jörðina öðru hverju. Þegar hann kom að trjárótinni, þar sem Varnarlaus hitti hann árið áður, lá snákurinn enn í holunni og kallaði til Lappa: ,.Skilaöirðu því til Gráfelds, sem ég bað þig í fyrra?" spurði snákurinn. Lappi ætlaði að glefsa í hann en náði ekki til hans. ,,Þér er best að skila því," hélt snákurinn áfram. ,,Þú sérð, að mennirnir ráða ekki við þessa eyðileggingu. ,,Þú ekki heldur," ansaði Lappi og hélt áfram. Gráfeldur var svo dapur, að hann tók varla undir kveðju Lappa. Hann fór óðar að tala um skóginn. ,,Ég veit ekki, hvað ég vildi gefa til, að þessari hörmung létti," sagðihann. „Mér er einmitt sagt, að þú getir bjargað skóginum," sagði Lapþi og bar honum skilaboð snáksins. „Hefði einhver sagt þetta annar en Varnarlaus gamli, skyldi ég samstundis fara í útlegð. En hvernig ætti vesa- lings snákur að geta ráðið bót á plágunni?" ,,Þaó er bara raup. Snákar þykjast alltaf vera öllum skepnum vitrari," sagði Lappi. Þegar hann hélt heim, fylgdi Gráfeldur honum á leið. Þeir heyrðu, að þröstur, sam sat á grein, hrópaði á eftir þeim: ,,Þarna fer hann Gráfeldur, sem hefur eyðilagt skóginn. Gráfeldur hefur eyðilagt skóginn." ÆSKAN — Blaðið lætur ekkert leiðinlegt slæðast inn fyrir sínar dyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.