Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 21
Þú ert þó ekki að gabba okkur? spurði ég kvíðinn.
Móður mína rak í rogastans.
Eða ertu bara að segja okkur sögu? þráaðist ég.
Þá skildi hún, hló við — ansaði:
Það er dagsanna, drengur minn: úti í löndum ná jólatrén
stundum frá gólfi til lofts og eru alsetin kertum, ávöxtum og
skrauti.
Dregur fólkið trén með rótarhnyðjunum inn á mitt gólf? efaði
ég.
Ekki með rótarhnyðjunum, ansaði mamma þreytt.
Hvernig er þetta hægt? — og það að vetrarlagi!
Þeir fella fallegasta tréð, Ijúfurinn minn.
Drepa þeir lifandi tré til þess arna!
Grenitré er ágætis eldsmeti, ansaði mamma.
Já, en — ætti jólatré ekki að vera lifandi?
Það lítur út alveg eins og lifandi tré.
Mér er sama, sagði ég: Ætti ég skógarteig með grenitrjám,
ekki mömmu líkt að hlamma sér á hlóðarstein í miðjum klíðum
°9 sitja drjúga stund auðum höndum.
Hvað er að ykkur, krakkar mínir — óskaplegur dauðyflis-
háttur er atarna, sagði hún — við okkur!
En bætti við af bragði:
Komið þið og hjálpið henni mömmu ykkar — ekki veitir af.
Kertamótin, tví- og þrístrend, flest, hreinsaði hún vandlega
UPP úr sjóðandi vatni. Það var farið að krauma í tólgarpott-
lnum. En kertagerðinni miðaði lítið.
Af hverju ertu alltaf svona þreytt, mamma? spurði ég óþolinn.
Gáðu að því, að ég fer ekki ein, góði minn, ansaði hún mér:
kynni að vera bróðir handa þér, sem ég ber undir belti.
Brosið, sem orðunum fylgdi var svo aumlegt, að ég komst
V|é- En um leið ekki laust við aó mér sárnaði. Hvers vegna brosti
aldrei framar sínu vanabrosi? — brosinu sínu góða! . . .
^Pnandi áttum við eftir að losna úr þeim álögum, sem við hér
^öfðum í ratað.
L
ÆSKAN — Blaðið þarf að komast inn á hvert barnaheimili landsins
19