Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 24
F aðir minn var Þorsteinn Björnsson frá Grímstungu í Vatnsdal. Raunar var hann fæddur á Réttarhól á Gríms- tunguheiði, en þangað leitaði afi undan harðindum þeim og fátækt, er flæmdi margan íslending til Vesturheims. 1916 flutti svo faðir minn suður á land og fór þá ekki alfaraleið, heldur flutti hann með alla búslóð sína suður Kjalveg og var síðastur (slendinga til að flytja þannig um óbyggðir. Það mun fyrstur hafa gert Gnúga Bárður er flutti suður um Bárðargötu. 1927 stofnar faðir minn svo verslun á Hellu á Rangár- völlum. Leggur hann þá hornsteininn að því kauptúni, sem nú er þar risið. Þar fæðist ég svo 6. júní 1930, og varð fæðing mín þess valdandi, að móðir mín gat ekki farið á Alþingishátíðina á Þingvöllum. Það er svo á Hellu, sem ég man mín fyrstu spor. Þegar ég hugsa um það nú orðið, virðist mér það stundum skrftið, aö frá þessum fyrstu árum mínum man ég raunar ekkert, nema að það hafi vakið hjá mér einhverja mikla hamingjukennd, eða þá hræðslu. Ég man t. d. mjög vel eftir þegar Högni heitinn bróðir minn kom í heimsókn norðan úr Miðfirði. Við fundum okkur spýtu og hann telgdi hana til svo að hún líktist bát í hugarheimi mínum. Næsta skrefið var að láta hana ber- ast með straumnum í Rangá, meðfram bökkunum, sigla skipinu til fjarlægra landa. Við settum skipið á flot við gömlu brúna á Rangá og vopnuðum okkur með löngu hrífuskafti, svo að við gætum krækt í skipið og fært það nær bakkanum, ef það ætlaði eitthvað út á á, á eigin spýtur. Þetta gekk vel lengi nokkuð að mér fannst. Þegar svo kom niður aó girðingunni hjá Gaddstöðum, tók of langan tíma að komast í gegnum hana með hrífuskaftið. Skipið lenti í straumkasti og fór svo langt frá bakkanum, að við náðum því ekki meir. Mér fannst ég hafa glatað skipinu hans Högna bróður. Svona liðu nokkrir ham- ingjuríkir dagar og man ég lítt eftir leikjum okkar, nema þessu. Ég mun hafa verið nokkuð skapmikill og bráðlyndur. Alla vega var mér sagt þetta svo oft, að ég fór að segja mömmu frá því, að ég væri víst bráðlyndur. Þá man ég að einhverju sinni varð ég ákaflega reiður við Bóbó, sem gætti mín, en í hann hafði ég ekkert að gera. Vorum við staddir niður við sláturhús, sem pabbi haföi byggt. Sá ég þá hvar sveðja stóð í plankaenda. Hljóp að henni og hugðist keyra hana karlmannlega aftur í plankaskömm- ina til að fá svalað reiði minni. Ekki tókst þó hönduglegar til en svo, að ég hrökk með höndina upp á hnífsegg °9 skar mig inn í lófa. Varð mér svo mikið um þetta stórslys, að ég man það enn. Kannski var þetta í fyrsta sinn, sem ég sá mitt eigið blóð. Öðru sinni er Bóbó var aó gæta mín, notaði hann ráó, sem gafst víst oft vel, en það var að vinna hreystiverk og láta mig horfa á. Þá var ég upptekinn af aðdáun og hægur og rólegur á meðan. Sagðist hann geta klifraö upp á handrið Hellubrúarinnar gömlu, sennilega yfir 2 metra háu, og gengið yfir ána á því. Þetta gerði hann nu og tókst með ágætum. Aldrei þessu vant varð ég graut- fúll yfir að geta þetta ekki líka og fór að reyna. Tókst mer að komast langleiöina upp á handriðið. Þá varð mér a su skyssa að líta niður og þá var nú ekki að sökum að spyrj3 Ég varð logandi lofthræddur, og hef verið það alla tíð síðan. Skiþti það engum togum, aó ég datt þarna niður af brúninni og niður á sandeyri við árbakkann til allrar hamingju. Slapp ég með að fara úr liði á þumalfingri- Þaó eina, sem varð hetjulegt við þessa för hjá mér var víst hvað ég öskraði hressilega eftir að niður kom. Þetta var víst í fyrsta skipti, sem ég var hætt kominn við Rangá, en ekki það síðasta. Það var nú annars ansi gaman að fleyta svona skip1' FYRSTU SPORIN — eftir Sigurð H. Þorsteinsson ÆSKAN — Blaðið kemur til móts við breytta tíma og aldaranda 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.