Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 25
Höfundur 4 ára með foreldrum sínum, Ólöfu Kristjánsdótfur og Þorsteinl Björnssyni.
eins og við Högni bróðir höfðum gert. Ég mátti til með að
endurtaka það. Þegar svo hrífuskaftið og fleytan voru
tilbúin, fór ég niður að brú og ýtti áflot. En nú var ég einn.
Ekki var ég kominn nema rétt niður af húsinu, þegar ég
varð að fara tæpt, og hrífuskaftið var svo þungt, að ég
datt niður af bakkanum og missti bæði skip og skaft. í
einhverju ofboði tókst mér að ná í nokkur strá á bakkan-
Ufn og öskra af miklu meiri kröftum en nokkur maður
^afði reiknað með að í mér byggju. Heyrði þá Gyða systir
rn'n í mér og kom út að athuga hverju þetta gegndi. Sá
hún hvað var á seyði og gat bjargað mér. Mér finnst ég
muna enn að stráin hafi ekki verið nema 4 eða 5 sem
iófinn luktist um. En hetjuskapur skipherrans lá í buxum
hans, þegar hann var dreginn á land.
Móðir mín, Ólöf Kristjánsdóttir, lagði mikla áherslu á
aö ég lærði vel að lesa. Eftir að hún hafði kennt mér að
'esa, á stafrófskver og gamalt Nýja Testamenti, sem ég á
raunar enn, lét hún mig lesa upphátt fyrir sig, hvenær
Sem færi gafst. Sagði hún mér þá til um hversu lesa
skyldi. Það stendur mér jafn Ijóslifandi fyrir hugskots-
s)ónum og það hefði gerst í gær, þegar hún lét mig fyrst
lesa upphátt fyrir sig úr íslendingasögum Sigurðar
Kristjánssonar. Hún var að þvo þvott í skúr, sem var
áfastur við húsið, sem við buggum í. Nyrðra húsið á
Hellp, sem þá var. Verslunin var í syðra húsinu, og þar
bjó Björn bróðir minn og Brúnó, sem var skrifstofumaður
hjá pabba. Sat ég uppi á borðplötu sem var ofan á
skápum, eins og í eldhúsinnréttingu. Mér gat ómögulega
skilist hvernig orðin voru stafsett, og útskýrði mamma af
mikilli þoiinmæði hversu lesa skyldi úr þessum ósköpum.
Man ég allt vel, sem gerðist meðan ég einbeitti mér að
verkefninu, en um leið og hugurinn fór að reika, man ég
ekki meir. Þó finnst mér enn hlýjan skína í gegnum það
hvernig mamma leiðbeindi mér um að þó þarna stæði
,,ok“ skyldi lesa það „og“, og svo margt fleira. (Þetta
mun hafa gerst vorið, sem ég varð 5 ára. Var mamma að
þvo þvottinn í bala á glerþvottabretti.
Mikið fannst mér gaman að sjá karlana taka vörur úr
vörugeymslunni og bera út á vagna eða bílinn hans
pabba. Að sjá þá taka þessa óskaplega stóru poka og
bera þá eins og ekkert væri, þetta voru nú karlar í krap-
inu. Mest hef ég þó sennilega séð hann Dóra, Halldór
ÆSKAN — Það er Ijótt að fara illa með bækurnar sínar
23