Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 30
Jarl, þar sem þau kvöddu hann meö virktum og þökkuöu
fyrir skemmtuna og alla fyrirgreiöslu. Á hótelinu beió
þeirra íslendingur sem lengi hefur starfaö í Svíþjóð. Þaö
er kunnursjónvarpsmaóur, Sigmar B. Hauksson. Sigmar
starfar viö sænska útvarpið og sjónvarpið. Áöur en
börnin fóru í háttinn fóru þeir fararstjórarnir meö þau í
smá gönguferð og þau feng'u hressingu, enda ekki van-
þörf á eftir allan erilinn þennan dag.
Þau vöknuöu snemma morguninn eftir og enn var
glampandi sólskin. Eftir staögóðan morgunverð í kaffi-
teríu hótelsins kom leigubíll, sem þau óku meö til Haga
en þar var farið í langferðabíl sem flutti þau út á Ar-
landa-flugvöll. Þau sátu í aftasta sæti bílsins og horföu á
landslagið. Á meöan sagöi Rögnvaldur þeim margar
skemmtilegar sögur af Munchausen karlinum. Þaö var
nú ævintýramaður í lagi. Einu sinni, til dæmis, þá flaug
hann svo langt í loftbelg að hann fór upp aö sól og hárið
sviðnaði. Þetta fannst nú Ósk góö saga því aö loft-
belgurinn sprakk ekki einu sinni.
Þau fóru úr langferóabílnum viö millilandaflugstööina
og í annan bíl aö innanlandsflugstööinni. Þar fóru þau
inn en þaö gekk eitthvað í stauti aö fá farmiðana afhenta
en svo var ágætu starfsfólki SAS í Reykjavík fyrir aö
þakka að miðarnir komu um síðir og þau gengu um borð
í Arnald Víking sem var þota af gerðinni DC-9. Þarna var
flugþjónn, ágætis náungi, skemmtilegur og lipur. Hann
bar farþegunum kaffi eftir flugtak. Til aöstoöar voru
einnig tvær flugfreyjur. Ósk haföi vaknað snemma um
morguninn og var nú þreytt og sofnaöi svefni hinna rétt-
látu skömmu eftir flugtak og svaf megniö af leiðinni til
Málmeyjar. Rögnvaldur las sér til um Lofoten í blaói, sem
hann fann í flugvélinni, og þar var líka grein um Hong-
Kong. Allan tímann sem þau dvöldu í Stokkhólmi haföi
veriö glaóa sólskin. Á leiðinni út á Arlanda haföi þykknað
í lofti og er þangað kom var alskýjað. Flugstjórinn á Arn-
ald Víking sagöi farþegunum aö í Malmö, en þangað var
feröinni heitiö, væri alskýjaö og 11 stiga hiti. Það yröu
mikil viðbrigði frá öllum hitanum í Stokkhólmi en
Rögnvaldi frá Bolungarvík þótti þetta ágætis veður og
haföi orð á því aö gott þætti þetta á Vestfjörðum.
Þau höföu flogið í rúmlega 50 mín. þegar flugiö var
lækkað snögglega og þau sáu niður. Þaö hafði sýnilega
rignt því akrarnir voru dökkgrænir og malbikaðir vegir
eins og svört strik í landslaginu. Bóndabæir, hvítir með
Á svifsklpinu yfir sundið.
ÆSKAN — Það er Ijótt að hella ofan í borðdúkinn hjá mömmu